Rökkur - 01.06.1952, Side 176
224
RÖKKUR
var talað — og á eg nú að taka við eða ætlar þú að halda
áiram?“
„Halt þú áfram, en úrslit verður að knýja fram hvað sem
tautar — þetta verður að vera lokabardagi okkar við hann.“
„Gott og vel, en haltu þér þá saman. — í stuttu máli, Robert,
— það horfir ískyggilega fyrir okkur öllum þremur. Nú verð
eg að taka undir það, og ekki að ástæðulausu, að þú hafir verið
hér að verki, til þess að búa svo um hnútana, að vinur okkar
Arthur verði að hætta öllum framkvæmdum hér á jörðu, þar
sem þú hefir sigað Shrig á hann, en vesalingurinn þráir að
sjálfsögðu að halda lífinu, og krefst þess, að þú hastir á Bow-
street-seppann, og auk þess afhendir honum viss skjöl —“
„Twiley, þú ert óþarflega orðmargur að vanda. í stuttu máli:
Engin örlög eru of ill manni eins og vini þínum Bellenger, al-
ræmdum fjárkúgunarmanni og illvirkja, en illvirki hans bitn-
uðu á mörgum, og meðal annars á óhamingjusamri konu, sem
framdi sjálfsmorð —“
„Lygari, lygari,“ veinaði Bellenger.
„Eg sleppi eiturbyrlunartilraunum hans. Og að því er skjöl-
in varðar — eg fékk slyngan innbrotsþjóf til þess að ná þeim,
—■ en tilgangurinn var sá, að stemma stigu við frekari ill-
virkjum af hans hendi — og fá hann hengdan, eins og hann
hefir til unnið margsinnis —“
Bellenger rak upp villidýrslegt öskur og stakk hendinni í
barm sinn eftir skammbyssu sinni, en Twiley greip heljartaki
um úlnlið hans og mælti:
„Hagaðu þér ekki eins og fífl, Arthur.“
„Slepptu mér, helvítið þitt.“
„Það verður nú ekki af því —“
Það kom til harðra átaka milli þeirra, en Sir Robert sat ró-
legur og horfði á, eins og honum kæmi þetta ekkert við, og
hvorki hreyfði hann hönd né fót eða mælti orð, er Twiley kom
í veg fyrir að lokum, að Bellenger gæti gripið til vopnsins.
„Þarna sérðu, kæri Bob,“ sagði markgreifinn, „hvernig það
er að taka að sér svona heimskingja og hugleysingja.“
„Fari í helvíti, Twiley, ef þú ert ékki í bruggi með fantinum,
þá er eg illa svikinn. Eg fer að skilja allt betur — en kannske
eg geti séð um, að þú svíkir ekki vin oftar.“
„Og má eg skjóta því inn í, Twiley markgreifi," sagði Sir
Robert, „að því fer mjög fjarri, að eg hafi — eins og þið fé-
lagar orðið það, sigað lögregluhundunum á ykkur — eg hefi