Rökkur - 01.06.1952, Side 177
ROKKUR
225
valið þá aðferð, að láta þorparann kveljast milli vonar og ótta,
— eins og hann kvaldi þá, sem hann beitti þrælatökum sínum.
En verði hann nú tekinn og hengdur, eins og hann hefir til
unnið, mun eg vissulega ekki reyna að hindra það —“
Aftur bjóst Bellenger til að ráðast á hann og aftur greip
Twiley hann, — en — allt í einu, stóðu þeir báðir grafkyrrir
og lögðu við hlustirnar, og störðu báðir í sömu áttina, en undra-
fögur og skær barnsrödd ómaði í söng:
Hjá álfum allt var ljósum lýst
og litla stúlku bar þar að —
Og svo kom Jane.........
XXXV. KAPITULI.
Sam, hinn einmana maður.
Ned og vinnumaður hans Tom voru að störfum á býlinu, en
gamli Toop sat skammt frá á bát, sem hvolft hafði verið, og
horfði á þá félaga með eigi litlum fyrirlitningarsvip, einkum
son sinn Tom.
„Nei, nei,“ hvæsti karl allt í einu.
„Og hverju ertu nú að neita, pabbi gamli,“ sagði Tom, fyrr-
verandi sjómaður og Trafalgar-hetja.
„Þegar eg segi nei, Tom, meina eg nei, og þar með búið, og
hefi eg aldrei á ævi minni, og löng er hún orðin, séð mann
handleika heygaffla eins og ykkur. Á mínum ungu dögum —“
„Þeir eru svo löngu liðnir, faðir sæll, að þú getur ekkert
niunað um það, faðir sæll, sem þá gerðist."
„Ó-ekki — ætli eg muni ekki þegar eg var að berja úr þér
prakkaraskapinn, drengur minn, og lagði þig á kné mér með
leðuról í annarri hendi, en þá hafðirðu laumað froskum í rúm
móður þinnar, kappinn. Já, eg var ekki að hlífa þér, vel man
eg það.“
„Og hafði eg til þess unnið,“ sagði Tom og kinkaði kolli.
„En annars voru froskarnir ekki henni ætlaðir — við Will
vissum nefnilega ekki betur en að mamma yrði að heiman um
nóttina, heldur hinum ágæta maka hennar — og um það
hvernig á að handleika heygaffal, hver skyldi hafa kennt mér
það, annar en þú?“
15