Rökkur - 01.06.1952, Síða 178
226
RÖKKUR
„Ó, já, víst gerði eg það, en svo strýkur þú og gerist sjó-
maður og ferð að berjast við Fransara, og gleymir því, sem
eg hafði kennt þér. Ekki kanntu að plægja, og ekki kanntu
að handleika heygaffal — eg skil ekkert í þér, Ned kapteinn,
að þú skulir geta notast við þennan strák minn.“
„O-jæja, strákurinn hefir verið þér til sóma, karl minn.“
„Þú segir það, já, kannske, en ekki stóðst hann samjöfnuð
við bróður sinn William, sem féll í orustunni, nei, nei, og sei-
sei, nei, — en hver kemur þarna ríðandi, svei mér, ef það er
ekki —“
Ned og Tom litu í sömu átt og Toop gamli og sá mann koma
ríðandi með líkfylgdarhraða, eins og Toop gamli sagði.
„Hann er aldrei hress og kátur eins og hann áður var,“
bætti hann við.
„Við verðum að vekja hann,“ sagði Ned og rak upp slíkt
öskur, að vart mun annað eins hafa heyrst úr siglutré í grenj-
andi roki.
„Hæ, Sam, gamli félagi.“
Reiðmaðurinn svaraði engu, en leit upp og lyfti hendinni
til merkis um, að hann hefði heyrt kallið.
„Hann er daufur í dálkinn, jarlinn, í seinni tíð,“ sagði Tom
af samúð.
„Það er eðlilegt, hann hefir átt við mótlæti að stríða svo
mikið, að hann hefir nærri bugast látið, hinn sterki maður.
Eg ætla að ganga til móts við hann.“
Hann lagði heygaffalinn til hliðar og stikaði með sérkenni-
legu þilfarsgöngulagi til móts við sinn gamla vin.
„Jæja, Sam,“ sagði hann, er þeir höfðu tekist í hendur.
„Hvernig líður þér?“
Sam tók nokkru þéttar í hönd félaga síns en vanalega og
mælti:
„Hún er farin, Ned — án þess að segja eitt orð — og hún
hefir tekið barnið með sér — og kvennalið allt, að undan-
tekinni Önnu frænku. Höllin er eyðileg, og eg er einmanalegri
í þessum auðnarlega geim en eg hefi nokkrurn tíma verið. Eg
hefi engan við að ræða, nema vitanlega Önnu frænku — og
hún er ekki eins opinská og hreinskilin við mig og hún var
— virðist jafnvel forðast mig. Og þannig er þá komið, gamli
félagi, að eg er kominn aftur til Willowmead, ef þú vilt „hífa
mig á dekk“ — og eg get fengið gömlu kojuna mína aftur.“
„Hvort þú getur! Vertu velkominn, — þetta verður eins