Rökkur - 01.06.1952, Síða 179
RÖKKUR
227
og í gamla daga áður en þú þurftir að burðast með jarlstign-
ina. Og Kata verður glöð, vertu viss, og kannske ekki síður
Deborah frænka — og við öll. Legðu því að félagi, þú ert
kominn heilu og höldnu í höfn.“
Og þannig atvikaðist það þá, að jarlinn reið inn í húsagarð-
inn á Willowmead og heilsuðu þeir honum vel, Tom og Toop
karlinn, faðir hans.
Svo leiddust þeir, Sam og Ned, heim að húsdyrum, en allt
i einu heyrðist söngur mikill og hávaði, svo að Sam brá all-
mjög, enda taugarnar í megnu ólagi.
„Hvað var þetta?“ spurði hann.
„Glamraði í bollum og diskum, drengur minn, það var allt
og sumt — og kona, sem syngur við vinnu sína — hér er nefni-
lega heimili, karl minn.“
„Jæja, gamli vin, það er gott að koma — heim.“
Er inn í eldhús var komið, en það var bjart og rúmgott,
fagnaði Kata, sem furðaði sig nokkuð á ákvörðun Sams, þeim
hið bezta. Aldrei hafði Sam séð hana fegurri en nú, enda varð
vart í svip hennar öllum gleðinnar yfir að hún bar líf undir
brjósti. Hún rétti Sam báðar hendurnar og rak honum svo
rembings koss.
„Þú kemur alveg mátulega, því að teið er til. Legðu nú á
borðið meðan Ned sker nokkrar sneiðar af svínslærinu —
hafðu þær ekki of þykkar, Ned — því að Deborah er úti með
barnið, Sam, og Nancy og vinnustúlkan eru úti að snúa —
ó, Ned, náðu í nokkur kálblöð, væni minn.“
„Jæja, jæja, skipherra,“ sagði Ned og hló, „sú kann nú
að skipa fyrir, svo að hlýtt sé — og ekki er harðneskjan, en
ákveðin samt. Jæja, Kata, Sam ætlar að vera hjá okkur um
tíma. Þú segir henni allt af létta, Sam, það er alltaf gott við
hana að rabba.“
Og meðan Kata skar sneiðar og smurði sagði Sam henni
alla söguna og henni varð æ ljósara hvernig í öllu lá og hve
einmana hann var, og henni vöknaði um augu. Er hann hafði
lokið máli sínu, sagði hún:
„Ó, Sam, góði minn, mikill dauðans bjálfi geturðu verið!“
„Eg?“ spurði hann mjúkum rómi, steinhissa. „Við hvað
áttu?“
„Eg á bara við það, að þú, sem ert fríðleiks og vaskleika
roaður og hefir margt til þíns ágætis, ert gersneyddur skiln-
ingi á konum og þeim tilfinningum, sem bærast í konubrjósti.
15*