Rökkur - 01.06.1952, Side 182
230
RÖKKUR
fagra og mikla Englands, og á þúsundum slíkra heimila. Hér
ertu bara Sam, maður eins og við hin, blátt áfram og hroka-
laus — en erki kjáni.“
„Anna frænka, hefi eg nokkurn tíma verið kaldlyndur og
hrokafullur.“
„Aldrei — nema gagnvart konu þinni.“
„Hún læsti dyrum sínum, er mín var von,“ sagði Sam og
bnyklaði brúnir, „já, og þar áður hjarta sínu. Það var hún,
sem breyttist.“
„Ef til vill, en þú aðhafðist ekkert.“
„Já, en fari í heitasta, hvað get eg gert?“
„Jæja, Sam, fari í heitasta, til hv.ers hefirðu handleggina?“
„Ha, þú talar í sama dúr og Kata —“
„Auðvitað á eg við — allt, sem þú hugsar um og þráir, Adro-
meda er konan þín, og tjndir jökulbungu hrokans elskar hún
þig eins heitt og nokkur kona getur elskað mann sinn.“
„Þú býst þó varla við, að eg bráðni í nánd jökulbungunar?“
„Vel mætti hroki jarlsins af Wrybourne bráðna — en
vaskur, heitlyndur sjómaður eins og Sam mundi með einum
kossi bræða allan ísinn.“
„Jæja,“ sagði Sam og stóð upp. „Eg skrifaði henni.“
„Það gerðirðu, en þetta bréf þitt — tvöfalda bréfið — hefði
betur verið óskrifað.“
„Hún lofaði þér að lesa það?“
„Auðvitað, eg elska hana og það er henni vel ljóst.“
„Hún var ekkert að hafa fyrir að skrifa mér.“
„Ó-jú, mörg, mörg bréf, en hún var nógu hyggin til að rífa
þau í tætlur.“
„Hún gaf mér ekkert í skyn um að hún —“
„Nei, vitanlega — kona, sem vill halda virðingu sinni verður
á stundum að bíða.“
„Ekki þó eiginkona?“
„Konan þín gérði það, nótt eftir nótt — hrelld — einmana,
vonandi.“
„Þessu á eg helvíti bágt með að trúa.“
„Og það er helvíti hart, að þú skulir ekki trúa því, sem eg
segi þér, Sam. Nótt eftir nótt beið hún, hlustandi eftir fóta-
taki þínu — eftir að þú berðir á dyr hennar. En ekkert gerð-
ist. Jafnan tók hún svo barnið upp til sín og gat þá fest blund.
Og nú — er hún farin.“