Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 188
236
RÖKKUR
heim Wryborne Feveril og var hann meðvitundarlaus og að
bana kominn, að því er virtist, er hann var borinn inn í höll-
ina, þar sem verið hafði heimili það, sem honum hafði heppn-
ast að leggja í rúst.
XXXVII. KAPITULI.
Hvers vegna jarlinn var grunaður um morð.
Kvöld var komið og Sam, sem hafði nýlokið við að matast,
steig upp frá borðum. Perkins kom inn og gekk til hans og
hneigði sig virðulega að vanda:
„Lávarður minn, tveir — tvær „persónur“ óska eftir að tala
við yður.“
„Eg vil ekki tala við neinn.“
„Eg sagði þeim það, en það stoðaði ekki, þetta eru sem sé
ekki — venjulegar „persónur“.“
„Nú?“
„Hér er — hm, sem sagt um verði laga og réttvísi að ræða,
lávarður minn — að minnsta kosti er annar þeirra það —
klæddur rauðum lögreglumanns jakka.“
„Fyrirtak, það hlýtur að vera Shrig. Bjóðið honum inn í
lesstofuna og komið með vín, Perkins.“
En Sam hafði getið skakkt til, því að mennirnir voru ó-
kunnir. Var hann eigi lítið undrandi yfir komu þeirra. Annar
var lágur og gildvaxinn, hinn hávaxinn, með hvasst nef,
skarpeygur og öruggur, — það var sá rauðklæddi — og fann
maðurinn eigi lítið til sín. Tók hann nú til máls hátíðlega og
þóttalega, eins og honum þótti til heyra:
„Eg heiti Jakob Smalley og er frá lögreglustöðinni í Bow
Street, og þetta er John Figg, lögregluþjónn frá Lewes — og
þér eruð, trúi eg — jarlinn af Wrybourne."
Sam leit með vanþóknunarsvip á þá og hneigði sig sem
jarlslegast.
„Ó, nei, nei,“ sagði Smalley og þuklaði sér um nefið sem
snöggvast, „hér er alvörumál á döfinni, og eg kem hingað sem
logreglumaður, skiljið þér, og læt mér ekki nægja, að menn
hneigi sig eða kinki kolli, jafnvel ekki mektugir jarlar, — þar
af leiðandi, þegar eg spyr, ætlast eg til að fá svar. Eruð þér
eða eruð þér ekki jarlinn af Wrybourne? Já eða nei.“
„Eg er hann.“