Rökkur - 01.06.1952, Page 189
R Ó K K U R
237
„Fyrirtak, lávarður minn. Og verðum vér því nú sem verðir
laga og réttvísi, að bera upp nokkrar spurningar. í fyrsta
lagi —“
„Viljið þér ekki fá yður sæti, lögregluforingi góður?“
„Eg þakka, en eg kýs að standa — svo og félagi minn.“
Jarlinn leyfði sér að kinka kolli og settist og horfði rólegum
vanþóknunaraugum á spyrjandann.
„í fyrsta lagi, lávarður minn, eg trúi að þér þekkið mann
að nafni Sir Robert Chalmers. Er þetta rétt?“
Spurt var af miklum myndugleik.
„Já,“ svaraði jarl.
„í öðru lagi, það er sannað mál, að þér og Sir Robert börð-
ust í einvígi fyrir nokkrum árum — upp á líf og dauða, að
sagt var. Er það rétt?“
„Hárrétt.“
„í þriðja lagi, það er sannað mál, að þið eruð enn fjand
menn —“
„Rétt, að nokkru leyti að minnsta kosti.“
„í fjórða lagi sáust þér á reið nálægt Chedham klukkan um
C.15 síðdegis í dag.“
„Já.“
„Kl. 6.15 var gerð morðárás á fyrrnefndan Sir Róbert Chal-
mers.“
„Voruð þér vitni að því, lögregluforingi?“
„Eg — lávarður minn, vissulega ekki.“
„Hvernig vitið þér þetta þá?“
„Eg hefi fengið upplýsingar um það.“
„Frá hverjum?“
„Nei, nei, lávarður minn, hér er það eg, sem spyr, — og nú
spyr eg yður lávarður minn —“ — og nú rétti Smalley lög-
regluforingi hönd sína að hinum þögla félaga sínum, sem rétti
honum eitthvað innvafið í klút. „Og nú —“ og rödd Smalley
varð næstum ógnandi---------“ nú — bið eg yður — að virða
þetta fyrir yður —“
Svipti hann nú klútnum frá og kom í ljós allra laglegasta
keyri.
„Sjáið, lávarður minn, horfið á þetta.“
„Eg er að því.“
„Er það yðar eign? Já eða nei.“
„Það má vel vera; eg á mörg keyri.“