Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 193
ROKKUR
241
„Jú, hún gerði það.“
„En hvað, maður?“
„Verið þér sælir, kæri Jasper Shrig,“ sagði hún. „Þá hafði
hún sagt það þrívegis — og nefnt mig skírnarnafni. Og ekki
nóg með það — hún rétti mér hönd sína, sem eg mundi hafa
kysst, ef herra Standish hefði ekki glápt á mig, eins og naut
á nývirki.“
„Svo hann var þarna líka?“
„Hann var það. Og svo — eftir það, sem gerðist — lá eg
fimm daga í rúminu með háan hita, en Daníel og Gimblet
sögðu mér frá öllu, sem gerzt hafði.“
„Og nú segistu vita hver þorparinn er, sem skaut Sir Ró-
bert?“
„Já, en þú segir, að hann sé ekki dauður enn.“
„Nei, og þú handsamaðir þorparann.“
„Örugglega — jafnan hárviss — jarl og félagi. En ertu nú
aiveg viss um nema Sir Róbert kunni að verða kaldur nár í
fyrramálið, svo að þorparinn fái þann dóm, sem eg ætla hon-
um?“
„Það getur vel farið svo.“
„En vissulega liðið lík annað kvöld, ha?“
„Hver veit, en segðu mér —“
„Jæja,“ sagði Shrig og fékk sér annað staup, „verra gæti
það verið.“
„Hvernig þá?“
„Það liggur þannig í málinu, að árásarmaðurinn er gamall
kunningi, háll sem áll, grunaður um morð, sem framið var
fyrir þremur árum, en sannanirnar vantar. Lifi Sir Róbert
þetta af sleppur fanturinn með dóm fyrir árás — og getur
svo haldið áfram hinni þokkalegu iðju sinni, í stað þess að
verða hengdur sem hann hefir unnið til.“
„En hver er þessi fantur, ef mér leyfist að spyrja enn einu
sinni?“
„Eg vildi heldur, að þú gizkaðir á, félagi.“
„Hví öll þessi leynd, Jasper?“
„Varúð — nauðsynleg varúð —“
„Jæja, eg gizka þá á — hver þremillinn er þetta,“ sagði
hann og spratt á fætur.
Hávaði æstra manna barst allt í einu að eyrum, barið var
hart að dyrum og inn kom Daníel með blóðugt bjndi um höf-
uðið, en hattlaus og hinn aumkunarlegasti á svip.
16