Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 194
242
ROKKUR
„Jasper,“ kveinaði hann og barði sér á brjóst, „ha — hann
er flúinn — brauzt út — flúinn.“
„Sussex — það gengur svona til í Sussex — eg mátti vita
það fyrir,“ sagði Shrig vonleysislega.
„Sjáðu til, Jasper, eg hefði átt að vara mig á honum —
þegar eg kom með matinn handa honum hafði hann falið sig
bak við dyrnar — keyrði stól í höfuð mér — og — og hann
er vopnaður Jasper, hefir skammbyssur, eg sá blika á þær
í fallinu.“
„Svo að hann er vopnaður, Daníel?“
„Já, hann er það, en eg fekk slíkt höfuðhögg, að —
„Nóg um það,“ sagði Shrig og reis þreytulega á fætur.
„Það gengur allt á tréfótum fyrir mér hér í Sussex. Og fugl-
inn er floginn úr hreiðrinu, helvítis ránfuglinn, og meira
blóði mun úthellt verða, svo að nú verðum við að reyna að
fanga hann, Daníel. — Verðum við því að kveðja nú, jarl og
félagi, og ná honum, lifandi eða dauðum, þótt allt í Sussex
snúist gegn okkur.“
„En,“ sagði Sam og reis á fætur, „handleggurinn, maður —
ef þú þarft á sjálfboðaliða að halda, þá —“
„Eg þakka — félagi — eg hafna góðu boði með þökkum —
það er nefnilega mín skylda, að vera öðrum til verndar —“
„Þú segir mér þó nafn þorparans?“
„Undir eins og eg hefi náð honum — lifandi eða dauðum.“
XXXVIII. KAFLI.
Hinsta stund markgreifans.
Bellenger reis upp við dogg í heyinu á mylnuloftinu og bar
whisky-pela að vörum sér. Hann var tekinn í andliti og bláir
baugar voru undir augunum. Hann leit í kringum sig eins og
hundeltur flóttamaður, sem hann og í reyndinni var. Fyrir
nokkrum dögum hafði ævintýramaðurinn komið til Sussex
úr höfuðborginni, kæruleysislegur á svip og spjátrungslegur
og klæddur sem dándismaður. Nú var hann óhreinn og sveitt-
ur og klæðnaðurinn líkari flökkumanns tötrum en Lundúna-
giæsimennis. Hann var sér þess fyllilega meðvitandi, að yfir
hcnum vofði sá örlagadómur, sem hann hafði oft til unnið —
enda hrökk h'ann við, ef minnsta hljóð barst að eyra, og greip
til byssunnar, því að hann var staðráðinn í að halda lífinu,