Rökkur - 01.06.1952, Síða 196
244
R Ö K K U R
„Kannske þessi Shrig. Nú, ef hann einhvern tíma hefði mið-
að betur — til dæmis hefði skotið í hausinn á honum, en ekki
handlegginn, væri hann kaldur nár og í kistu kominn, í stað
þess að kvelja mig og mína líka — og yður.“
„Uss, þegiðu, mannskratti,“ hvæsti Bellenger og hækkaði
aftur skammbyssuna, er greinabrak heyrðist í rósarunna
skammt frá, og brátt heyrðist mælt letilega:
„Allt í lagi með þig, Alfreð minn?“
„Já, Raymond, já, en þessar biðstundir hafa verið mér til
sárrar kvalar, komdu nær, maður.“
Markgreifinn kom nú í ljós, snyrtilega klæddur að vanda, og
rólegur á svip og hinn glæsimannlegasti. Hann bar leðurtösku,
er. það dró ekkert úr glæsimennskubragnum, sem á honum
var.
„Þú kemur mörgum klukkustundum of seint. Hví í skollan-
um kemurðu svona seint?“
Twiley markgreifi horfði góða stund á sinn gamla félaga,
örvæntingarlegan á svip og tötralegan, hristi svo höfuðið og
andvarpaði:
„Það er ekki sjón að sjá þig, piltur minn.“
„Ætli þú mundir líta betur út, ef þú hefðir verið alla nótt-
ina í þessu greni — þessum bölvaða stað.“
„Gamla Wrexham mylnan — hún hefir lengi verið skelfing-
arinnar aðsetur. Hér hefir morð verið framið oftar en einu
sinni, — hér hafa menn í sjálfsmorðshugleiðingum átt sínar
angistarstundir, og fleiri en einn fyrirfarið sér hér. Engin furða,
þót almenningur segi að hér sé reimt, og fæstir hætti á að leggja
hér um leið sína, nema að degi til. Vissulega er ekki til betri
staður, Alfreð minn, til þess að fremja morð, án þess upp kom-
i?t. Vissulega enginn. Og, hvað sé eg, hérna er þá barnsræn-
inginn kominn líka, og bíður launa sinna. Jæja, hérna eru þau,
þorparinn þinn, taktu þau og farðu þína leið.“
Hann kastaði til hans úttroðinni pyngju, sem Jim flakkari
greip. Taldi hann peningana í skyndi og flýtti sér svo á braut.
„Eg vona, að þú hafir fært mér mat og drykk, Raymond.“
„Hér er matur og drykkur, Alfreð minn, — taktu við því
og neyttu þess — verum glaðir, etum og drekkum, því að á
morgun kunnum vér að deyja.“
„Farðu í helvíti, Twiley, af hverju segirðu þetta?“
„O, svo sem ekki af neinu, en þetta eru orð, sem „skrifuð