Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 198
246
RÖKKUR
í þessum svifum heyrðist brak í greinum að baki þeirra
og maður nokkur hentist fram — en á sama andartaki greip
Bellenger til skammbyssu, sem hann hafði falið á sér, og
hleypti af, en Twiley markgreifi varð fyrir skotinu og hrökkl-
aðist nokkur skref aftur á bak — og nam staðar, þótt særður
væri og horfði með furðu í augum á Bellenger og mann þann,
sem fram hafði ruðst og tókst eftir stutta viðureign að hafa
hann undir, enda var allt í einu annar kominn honum til
lijálpar.
„Jæja — allt í lagi, Jasper,“ sagði annar móður, hásum
rómi. „Þú þarft ekki að skjóta. Hann — getur ekki meira.“
„Hann er harðjaxl mesti, Daníel, en hann liggur hreyfingar-
laus. Eg vona, að þú hafir ekki drepið hann.“
„Ekki svo eg viti, Jasper.“
„Það væri slæmt, því að hann hefir til þess unnið að dingla
í gálga.“
„Það skal hann gera, Jasper.“
„Þú ert alblóðugur, Danni.“
„Ó, já, blóðið er — mestallt — úr honum.“
„Bezt að setja á hann handjárnin.“
„Þegar í stað, Jasper.
Shrig sneri sér nú að hinum þögla áhorfanda.
„Lávarður minn,“ sagði hann. „Það lítur út fyrir, að þræll-
inn hafi skotið á yður um leið og hann Danni minn henti sér
á hann? Eg vona að þér hafði ekki særzt illa.“
„Það er ástæðulaust að hafa áhyggjur af því,“ sagði mark-
greifinn brosandi. „Eg kemst leiðar minnar upp á eigin spýtur.
Og nú, með yðar leyfi, mun eg fara.“
„Eg þarf á vitnisburði yðar að halda síðar.“
„Skiljanlega."
„Gott og vel, lávarður minn, eg er yður þakklátur."
„Herra Shrig,“ sagði markgreifinn og leit um öxl á mann-
garminn, sem hann eitt sinn hafði kallað vin sinn, — „eg
fagna svo innilega yfir, að þið hafði handsamað mann þennan,
að eg mun harma það mjög, ef mér gefst ekki tækifæri til að
sjá hann hengdan.“
Þegar markgreifinn loks var kominn þangað, sem hryssa
hans var tjóðruð, gekk honum erfiðlega að komast á bak,
en er það loks tókst tók hann beina stefnu mjög ákveðinn á
svip, og lét merina fara eins greitt og hann þoldi, en við og
við var sem titringur færi um allan líkama hans, og hann fékk