Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 200
248
RÖKKUR
af þreytu. Það var sem mók hefði sígið á hann, er Cecily gekk
bratt í áttina til hans.
„Frú Jennings segir mér, að þér hljótið að vera veikur —
ó, já, eg sé, að svo muni vera. Hvað hefir komiö fyrir? Hvað
er að?“
Það vottaði fyrir brosi á vörum hans, er hann svaraði:
„Ekkert, nema að dauðinn er kominn til þess að flytja mig
i sitt ríki — slíkt og þvílíkt gerist á hverjum degi um alla
jörðina. Þess vegna —- vegna þess, að hann er kominn eftir
mér, áræddi eg að koma — til þess að gera játningu mína
fyrir konu, sem á hreina, fagra sál — bæta um fyrir það,
sem mér hefir á orðið — eftir því sem eg get, þótt tíminn sé
naumur. Min er sökin, að Ralph yðar kom fram við yður af
hrottaskap. Eg hefði fúslega eyðilagt líf hans, til þess að fá
skilyrði til að vinna ástir yðar. Mín er sökin, að þessi svívirði-
legu, nafnlausu bréf voru skrifuð. Mín er sökin, að barni
Wrybourne’s var rænt. Sök ber eg fyrir að brugga ill ráð og
taka þátt í tveimur morðtilraunum. En eg bið fyrirgefningar
fyrir það, að eg fekk ást á yður, sanna, heiðarlega ást um
það er lauk — og þetta, sem eg hefi sagt, er það bezta, sem
eg hefi gert á ævi minni. Eg .... á .... víst skammt ....
eftir .... og eg má ekki deyja hérna, og á .... þessari sein-
ustu stundu bið eg guð að blessa yður .... og Ralph .... og
eg óska yður guðs blessunar og hamingju .... allar ykkar
ævistundir. Nú .... verð eg .... að fara.“
Áður en hún gat brugðið við honum til aðstoðar reyndi
hann að rísa á fætur, en hann fekk sára hóstakviðu og hneig
niður, hver hrygluhóstinn kom af öðrum og blóð vætlaði út
um munnvik hans — og nú duldist ekki lengur hvernig kom-
ið var.
Cecily kraup á kné við hlið hans og frú Jennings kom og
þær reyndu að hlynna að honum, ef ske kynni, að hann fengi
að halda lífinu. Allt í einu var sem hann hresstist dálítið, hann
leit á þær til skiptis, þessar mildu, góðu konur og hvislaði
brosandi:
„Þið miskunnsömu englar — það liggur við, að þið hafið
vakið í hug mínum trú um, að Himnaríki sé til, þótt hlið þess
séu mér lokuð.“
„Guð blessi yður,“ sagði frú Jennings, „guð mun vissulega
opna fyrir yður sem hverjum þeim, sem knýr á.“
„Þökk, kæra frú .... en eg vildi heldur, Cecily .... þessi