Rökkur - 01.06.1952, Síða 201
RÖKKUR
249
seinustu augnablik .... fá að njóta þeirrar sælu, að þér vefð-
uð mig syndugan örmum, ef þér gætuð miskunnað yður yfir
mig .... Cecily?“
„Já, já, víst get eg það,“ sagði hún og tárfelldi. „Þér eruð
of ungur til að deyja. Komið þá í faðm minn, og eg bið til
guðs, að Hann taki sál yðar í sína arma.“
„Þér — tárfellið, Cecily,“ sagði hann svo veikt, að vart
heyrðist — „yfir mér — eg .... er .... reiðubúinn . ...“
Orðin dóu á vörum hans og augun luktust.
„Já,“ sagði hún og var spurnarhreimur í röddinni, en það
lék aðeins veikt bros um varir hans — og svo sá hún, að
öllu var lokið.
XXXIX. KAFLI.
Standish kcmur aftur.
Sam hafði náð sér í verkfæri, skóflu, garðskæri og skurðar-
hníf, og bjóst til að taka til starfa í rósagarðinum, sem kona
hans hafði svo miklar mætur á. Yfirgarðyrkjumaðurinn hafði
séð til ferða hans og gekk til hans og tók í hattbarðið, en hann
svitnaði af tilhugsuninni um dirfsku sína, að re^ma að fá jarl-
inn ofan af ætlun sinni.
„Ef þér leyfið, lávarður minn, má eg spyrja, af hverju hafið
þér komið hingað með reku?“
Jarlinn, hinn beizklyndi, einmana maður, vonsvikinn mað-
ui, brást reiður við og svaraði:
„Til hvers heldurðu að eg hafi komið með þessi verkfæri,
asninn þinn, — nema til þess að vinna með þeim.“
„Ó, já, lávarður minn, vissulega,“ sagði hinn trúverðugi
auðmjúki þjónn, „en varla hérna.“
„Hver er það, sem ræður hér?“ spurði jarlinn reiðilega.
„O, það er nú eg, lávarður minn — hérna í garðinum, því
að fyrir þetta greiðið þér mér kaup, og þér vilduð ekki vera
i mínum sporum, herra, ef allt væri eyðilagt, þegar lafði mín
kemur heim.“
Jarlinn leit allt í einu til hússins, þar sem einu sinni var
heimili, og yglisvipurinn hjaðnaði, er hann mælti:
„Þér eruð, trúi eg, George Ash, yfirgarðyrkjumaður. Hve
lengi hafið þér starfað hér?“
„Alla mína ævi, herra minn.“