Rökkur - 01.06.1952, Side 202
250
ROKKUR
„Og hvað fáið þér mikið kaup?“
Sveittur og skjálfandi á beinunum nefndi garðyrkjumaður-
inn einhverja upphæð.
„Fjarstæða, sagði jarlinn, „það er hvergi nærri nóg fyrir
jafn einarðan og ákveðinn mann og George Ash. Þér skuluð
fá tveggja gínea kauphækkun á viku. Gangið eftir því.“
Og burt stikaði jarlinn og skildi eftir verkfærin, sem George
Ash starði á eins og í leiðslu, já næstum eins og hann hefði
aldrei slík verkfæri séð alla sína garðyrkjutíð.
Það varð því heldur lítið úr því, að jarlinn gerðist garð-
yrkjumaður sér til dægrastyttingar, og er hann nú lagði leið
sina að höllinni miklu, þar sem gleðin hafði verið rekin á dyr,
kom hann allt í einu auga á Harry Standish, sem gekk í móti
honum, með nýjan hatt á höfði og gljáandi reiðstígvél á
fótum.
„Standish!“ sagði jarlinn undrandi.
„Eg kem yður sjálfsagt á óvænt, lávarður minn,“ sagði
Harry og nam staðar og hneigði sig.
„Vitanlega — hvernig í djöflinum ætti öðruvísi að vera?“
„Þér komið frá London?“
„Rétt í þessu.“
„Frá greifynjunni?“
„Nei, lávarður minn.“
„Og til hvers eruð þér hingað kominn?“
„Blátt áfram vegna þess, að engin ástæða er fyrir hendi
lengur að skjóta yður, eins og eg hafði heitstrengt, ef —“
„Nú, var ekki nóg komið af slíku?“
„Eg endurtek, að þess gerist ekki lengur þörf. Því að —
þiátt fyrir hina skyndilegu og óréttlátu aðvörun yðar, að
víkja mér úr starfi — fór allt vel. Það munaði litlu að það
riði Rowenu konu minni að fullu, því að vel vitið þér hvemig
ástatt var fyrir henni, en hún var hrifsuð, ef svo mætti segja,
úr heljar greipum — með lítið stúlkubarn í fangi sér, svo
að —“
Sam gekk nokkur skref fram og greip þéttingsfast í hönd
Harrys. Þeir stóðu um stund og horfðu hvor á annan, en svo
greip Sam undir handlegg hans og fór að ganga með honum
fram og oftur, fór í „þilfarsgöngu“ eins og Andrómeda kallaði
það, en hvorugur mælti enn orð, þar til Sam allt í einu nam
staðar og mælti:
„Var það þá stelpa, ha?“