Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 205
R O K K U R
253
„En þó von?“
„Veik von — hann hefir nú verið með óráði í þrjár nætur,
— kallar í sífellu á einhverja konu —“
„Er hún ekki enn hjá honum. Eg sendi þegar eftir frú
McGregor.“
„Hún situr hjá honum og annast hann af mikilli alúð —
en það er einhver önnur kona, sem hann þráir, og á hana kallar
hann, — „Jane, Jane“ kveður sífellt við í eyrum manns, en
eg hefi komizt að því, að hann hefir aldrei kvæntur verið, svo
að þarna er sennileag um einhver laus tengsl að ræða, ef svo
mætti segja, en hvað um það, ef þessi Jane kæmi myndi hann
ef til vill róast og' það verða til þess að hraða batanum?“
„Honum gæti batnað, ef þessi Jane kæmi?“
„Wrybourne,“ sagði hinn risavaxni Little læknir, „sjúk-
lingurinn er hraustur sem hestur, nei, sem fíll — og eg er
ekki klaufi, þótt eg segi sjálfur frá — en stundum er allt und-
ir því komið, að sjúklingur öðlist hugarró, sem hann hvorki
getur öðlast fyrir eigin tilverknað eða læknisins — og eigi
hann að öðlast frið og bata verður að finna þennan kvenmann.“
„Eg sendi eftir henni þegar í stað. Hvar á hún heima?“
„Það er nú það, jarl minn. Hvar á hún heima? Sjúklingur-
inn hefir ekkert sagt, sem gefur neitt til kynna um þetta. Og
frú McGregor hefir aldrei heyrt kvenmanninn nefndan á
nafn.“
„Þetta virðist alveg vonlaust.“
„Það virðist svo, — eg veit ekki hvað til bragðs skal taka.“
„Nú fáum við okkur glas af víni.“
Og inn gengu þeir, og er þeir lyftu glösum, sagði jarlinn:
„Megi Sir Róbert Chalmers verða heill heilsu aftur.“
Harry Standish varð dálítið einkennilegur á svipinn, en
hann lyfti glasi og tók undir, og gekk svo til starfs léttur í
skrefi, læknirinn fór sína leið og Sam gafst nú næði til þess
að lesa bréf greifynjunnar af Chamberhurst:
Chamberhurst House.
London, 27. júlí 18. . . .
Kæri Sam.
Að sjálfsögðu getur Andrómeda sjálfri sér um kennt, ef
hún hefir verið svo fávís, að ætla þig engil í manns líki og
séð þig jafnan fyrir hugskotsaugum sínum með geislabaug um