Rökkur - 01.06.1952, Síða 206
254
RÖKKUR
enni, — og ef til vill með vængi, hamingjan má vita, ung-
ar konur geta verið frámunalega barnalegar — og svo hverf-
ur allur dýrðarljóminn allt í einu, og kaldur virkileikinn
biasir við.
Eg furða mig ekkert á þessu, lífsreyndri manneskjunni, en
á hinu stórfurðar mig, að þú skulir vera svo klaufskur, er þú
treður Amorsbrautir á laun, að athygli konu þinnar, sem dáir
þig, skuli beinast að framferði þínu. Skiljanlega hefir henni
orðið mikið um og er harmi lostin, en hún var skjótráð og
óhyggin, er hún yfirgaf þig.
Nú verð eg að játa í hreinskilni sem gömul vinkona þín, að
mig furðar á því hvernig þú hefir komið fram, bæði sem
maður og eiginmaður, því að í heimsku minni hugði eg þig
ögn skárri en flesta aðra karlmenn. Hve heimsk eg var, —
og nógu lengi hefi eg lifað og verið vitni að nógu mörgum
heimskupörum um dagana, að ekkert ætti að koma mér óvænt,
en þótt eg sé undrandi og dálítið vonsvikin, vil eg stinga upp
á því, — sem góð vinkona þín, og það er eg enn og verð alltaf,
að þú heimsækir mig (og Andrómedu), vegna okkar allra, og
áður mjög langt líður. Með beztu óskum um framtíðarham-
ingju þína
Vinkona þín
Anastacia, Cambourne.
Þegar hann hafði hugleitt bréf þetta um stund tók hann
fjaðrapenna sinn og skrifaði:
Wrybourne Feveril.
28. júlí 18....
Kæra hertogafrú og vinkona.
Breyskir kunnum við að vera karlmennirnir og hörkutól
sumir og víst er, að eg mun aldrei til geislabaugs eða vængja
vinna, en ekki hefi eg til annara kvenna leitað um ástir nema
þeirrar, sem er eiginkona mín að guðs og manna lögum. Það
virðist ekki hafa hvarflað að henni, að eg væri röngum sök-
um borinn, — hún hljóp til og trúði því, að eg væri sekur,
því að traust hennar á heiðarleik mínum var á sandi byggt.
Þetta er það, sem vakið hefir reiði mína og fyrirlitningu, því
að það hefir varpað skugga á ást okkar, ekki sízt hana sjálfa.
Þess vegna, þar eð hún fór frá mér af eigin hvötum án þess
að kveðja mig — munnlega eða skriflega, — verður hún sjálf