Rökkur - 01.06.1952, Page 208
256
ROKKUR
hjarta þakklát fyrir allt, sem þér hafið gert fyrir hann, og
nú er eg nokkurn veginn viss um, að þessi fjandmaður yðar
muni hafa það af. En hatrið er ekki upprætt úr hjarta hans
enn, því að þegar eg í morgun sagði honum frá öllu, sem þér
hafið fyrir hann gert, svaraði hann engu en sýndi mér hand-
leggsstúfinn. Og það er nú það, vinur okkar, Sam.“
„Hefir hann enn spurt um þennan dularfulla kvenmann?"
„Nei, það gerði hann bara í óráðihu, og þegar eg spyr hann
um hana, hver hún sé, yglir hann sig eða brosir meinlega, en
svarar engu. Æ — þetta hefir fengið mikið á hann, hann er
fölur og horaður, og ekki nema skuggi þess, sem hann áður
var. Já, þér hafið ekki farið til hans enn?“
„Nei, Elisabet, og það geri eg ekki, nema hann óski eftir
því, en það kemur víst ekki til þess.“
„Og hvernig er tilfinningum yðar varið til hans, Sam, vin-
ur?“
„Eg aumka hann, Elisabet.“
„Og má furðulegj; heita, eftir allt sem á undan var gengið
— og seinast barnsránið —“
„Hvernig vitið þér um það, að hann stóð þar á bak við?“
„Hver ætti að vita það betur en eg, sem hefi vakað yfir
honum. Og þar áður vissi eg vel, að hann bar hefndaráform
í huga. Nú er það í rauninni yðar að þakka, að hann er á lífi.
En hvernig mun hann nú koma fram — ætli hatrið ráði ekki
gerðum hans sem fyrr?“
„Þér virðist vera alveg vissar um, að hann muni ná bata?“
„Nei, Sam, nei, en eg vona það, en mér finnst skelfilegt til
þess að hugsa, ef hann heldur áfram að hata yður.“
„Við leggjum það allt guði á vald, kona góð,“ sagði Sam og
tók hlýlega í hönd hennar. „En hvað sem gerist verð eg jafnan
viðbúin hér eftir. Alið engar áhýggjur, Elisabet —“
í þessum svifum kom þjónn og tilkynnti, að vagninn væri
tilbúinn. Sam leiddi nú frú McGregor út, þar sem Jane litla
kom hlaupandi og Esaú geltandi á hælum hennar.
„Sam frændi .... eg kom til þess að sýna þér nýju látúns-
hálsgjörðina hans Esaú, sem eg keypti fyrir peningana, sem
eg fékk í afmælisgjöf — hún kostaði marga peninga — og
hún er voðalega falleg — hvað finnst þér?“
„Sama og þér — þetta er mesta djásn, engin furða þótt
Esaú sé kátur.“