Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 211
RÖKKUR
259
sér og átti hann víst að hafna í stól nokkrum, en datt á gólfið,
— „það er ekki til betridrykkur en te, nema ef það væri þá
tunnumjöður, fram borinn í leirkrukku."
Perkins, sem var að taka upp hattinn, brá svo, að við lá,
að hann misti hann, er hann heyrði hina tignu konu mæla
svo alþýðlega — en rétti úr sér og kom hattinum á öruggan
stað svo virðulega, að næstum mætti segja, að hann hefði
hneigt sig fyrir höfuðfatinu. Gekk hann svo hægt aftur á
bak til dyra og benti þjónaliðinu að fylgja sér, og að þessari
„útför“ lokinni lokaði hann dyrunum hljóðlega.
„Manstu eftir því, Sam,“ sagði hertogaynjan, „að í fyrsta
skipti, sem við sátum að tedrykkju ein, sagðirðu mér frá því,
að þú værir ástfanginn í Andromedu. Þú hélzt, að hún væri
fátæk flökkustúlka, og eg fór að skellihlæja, en þú varst ösku-
reiður, af því að þú hélst að eg væri að gera gys að þínum
helgustu tilfinningum? Ó, hve heitt þú unnir henni þá.“
„Já, svo sannarlega gerði eg það,“ sagði hann og andvarpaði.
„En jafnvel þá olli hún mér hugarangri.“
„Vitanlega. Hugarangur er skuggi hinnar sönnu ástar. Þeir,
sem unnast heitt, hljóta að bera heitar tilfinningar í brjósti,
djúpar þrár — en ef svo væri ekki myndu þeir ekki upplifa
neina sanna ástarsælu. Eg vona, að þú þráir og kveljist, Sam.“
„Eg er önnum kafinn —“
„Eg vona, að þú ljúgir þessu.“
„Nei,“ sagði hann með beizku brosi, „við, niðjar Scrope-
ættarinnar, erum þorparar, en höfum aldrei haft það orð á
okkur, að við værum lygarar.“
„Og ætlar þú, þorparinn þinn, sem berð nafnið Scrope, að
reyna að telja mér trú um, að ást þín sé dauð?“
„Nei, nei, hún blundar víst bara stundum."
„Drekktu teið þitt — og megi þér svelgjast duglega á.“
Sam brosti og fékk sér tesopa.
„Þú hlýtur að fara nærri um, að eg sé ekki í flokki þeirra,
sem lyppast niður í mótlætinu, því að nógu er að sinna, er-
lendis, ef í það færi, til þátttöku í bardögum við Fransara, og
heima við að erja jörðina og svo er hér sem stendur heill
her lækna og hjúkrunarkvenna og uppi liggur maður í andar-
slitrunum, — en hefir það þó kannske ekki af að sálast.“
„Hvaða maður?“
„Sir Robert Chalmers."
„Þorparinn, sem þú barðist við? Hérna — og í andarslitr-
17*