Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 213
RÓKKUR
261
Ferkins inn, og var auðséð á svip hins gamla þjóns, — en svip-
brigða gætti annars vart í andliti hans, — að honum var mik-
ið niðri fyrir.
„Lávarður minn,“ sagði hann lágt og hneigði sig, — „það er
spurt um yður — og það er frændi lávarðsins, Ralph láívarð-
ur, sem —“
„Ha? Eg er önnum kafinn, nei — það er raunar bezt að eg
tali við hann. f málverkasalnum, Perkins.“
„J-já, lávarður minn.“
Og Perkins hraðaði sér burt, að þessu sinni óstyrkur í gangi,
og er út í göngin kom lyfti hann augum og örmum til himins
og mælti:
„Guð minn góður, skyldi nú enn verða gripið til vopna!“
„Hertogaynja — kæra vinkona — leyfðu mér að hverfa
frá þér stundarkorn.“
„Með mestu ánægju — og vertu ekkert að hafa hraðan á,“
sagði hún stuttlega. „Hinn göfugi jarl er orðinn svo ólíkur
Sam sjómanni, að eg verð guðsfegin að losna við þig, svo
hraðaðu þér á brott, og komdu aftur — sem Sam sjóari.“
Jarlinn hneigði sig djúpt, en glotti á sjómannsvísu, um leið
og hann gekk út. Ekki var hann fyrri horfinn, en hertoga-
ynjan greip í bjöllustreng og sendi eftir Harry Standish, og
lét með fylgja boðinu, að hann yrði að koma tafarlaust.
„Harry,“ sagði hún, „eg þarf að ræða við yður, þar sem
við verðum ekki fyrir neinu ónæði.“
„Leggjum þá leið okkar til skrifstofu minnar,“ sagði hann
og þangað leiddi hann hana.
„Harry,“ sagði hún, er þangað kom, og settist á skrifborð
hans, þakið skjölum, „svo virðist sem hinn göfugi jarl sé eins
gegnsýrður af hroka og kona hans. Hún er harmi lostin og játað
fyrir mér, að hún elski hann heitara en nokkurn tíma fyrr
•— hann er einnig harmi lostinn, og þráir hana eins heitt og
hún hann, en hann vill bara ekki játa það. Er nú úr vöndu að
ráða, en eg er ekki frá því að úr öllu mundi greiaðst, ef hægt
væri að koma því svo fyrir, að þau hittust. En hvorugt vill
verða fyrri til, að rétta höndina fram til sátta. En hvernig á
að koma þessu til leiðar? Hvaða leið álítið þér vænlegasta?“
„Eg veit varla,“ sagði hann, „nema ef eg færi á fund henn-
ar og bæri fram einhverja tylliástæðu, svo að hún kæmi hing-
að grunlaus um hvað á bak við liggur.“
„Tylliástæðu,“ sagði hertogaynjan og lamdi í borðið með