Rökkur - 01.06.1952, Page 215
R Ö K K U R
263
aði að taka allar viðvaranir til greina og varaði sig ekki
á honum. Hann varð fyrir skoti úti í skógi fyrir nokkr-
um dögum og hefir svifið milli heims og helju síðan.
Eg skal gera fyrir hann allt, sem eg get, en hér er allt
fullt af læknum og hjúkrunarkonum, svo að eg vesa-
lingurinn kemst ekki að, og með dauðann á næsta leiti er
allt ömurlegt eins og þú skilur. Maðurinn þinn þarfn-
ast þín áreiðanlega nú frekara en nokkurn tíma áður.
Eg sting upp á því, að þú komir í skyndi og látir aka eins
hratt og hestarnir þola, en barnið og þernurnar þínar
geta komið seinna.
Hvað sem gerist nú og hvernig sem líðan þín er nú,
muntu einhvern tíma verða mér þakklát.
Guðmóðir þín,
Anastasia.
P.S. Ef þér finnst þetta bréf ruglingslegt, er það því
að kenna hvernig allt er og hugurinn í uppnámi — og
svo er það skrifað í mesta flýti.
„Já, ætli þetta hafi ekki tilætluð áhrif,“ sagði hertogaynjan
og kinkaði kolli, ánægð með sjálfa sig og gerðir sínar. „Hún
hraðar sér heim — eins og hestarnir geta farið — og ef hún
fær samvizkubit ætti það að hjálpa til að kæfa hrokann í sál
hennar — og ekki mun af veita. Og svo flýgur hún í þessa
sterku arma — og kossarnir, Harry,--------dáist þér ekki að
mér, Harry?“
„Það geri eg,“ sagði hann ákafur, „það veit sá sem allt veit,
að eg dáist að yður.“
„Það geri eg líka,“ sagði hertogaynjan.
XLII. KAPITULI.
Sam og Ralph sættast. Cecily segir tíðindi.
Meðan hertogaynjan tuggði fjaðrapennann stikaði Sam í
áttina til málverkasalarins, þar sem héngu málverk af hin-
um alræmdu forfeðrum hans. Á leiðinni mætti hann Perkins,
sem stundi því upp skjálfandi á beinunum, hvort ekki væri
hyggilegra af honum að ganga vopnaður til móts við Ralph,
og rétti honum byssu, en karlinn hafði í einfeldni sinni gripið