Rökkur - 01.06.1952, Side 216
264
RÖKKUR
\
til kindabyssu. Sam svaraði engu, hló hjartanl,ega og klapp-
aði á púðruðu hárkolluna, og gekk inn í salinn, þar sem Ralph
stóð og virti fyrir sér málverk af illilegum, brynjuðum her-
manni, og var á myndina letrað: Japhet Scrope, lávarður,
fiotaforingi.
„Enginn getur efast um,“ sagði Ralph, er hann sneri sér við,
„sem sér þessa mynd, að þú ert af Scrope-ættinni, — Sam.“
„Hárrétt,“ sagði Sam og var eins þungur á brúnina og
fiotaforinginn, „en hafirðu komið til þess að berjast verður það
að bíða, því að það er orðið meira en nóg um blóðsúthellingar.“
„Við hvern þremilinn áttu — Sam?“
„í fyrsta lagi var ráðizt á mig við mylnutjörnina — þú
hefir kannske frétt það?“
, Hvernig ætti eg að hafa frétt það?“
„Og nú nýlega var gerð tilraun til þess að myrða Sir Róbert
Chlamers — þú hefir kannske ekki heldur frétt neitt um
þetta?“
„Nei, nei, þetta er furðulegt. — reynt að drepa Sir Róbert?“
„Var hann kannske vinur þinn?“
„Ó, nei. Eg hefi aldrei hitt hann.“
„En þú varst kunnugur vinum hans, einkanlega Twiley
markgreifa.“
„Já, já, eg veit það, en eg fekk nóg af þeim kynnum —
og hefi algerlega snúið við honum bakinu.“
„Og af hverju, ef mér leyfist að spyrja?“
„Af sömu ástæðu og eg nú kalla þig Sam, ef þú hefir þá
tekið eftir því.“
„Eg gerði það — og var hissa á því.“
„Vegna þess, — Sam — að eg kom ekki hingað í vígahug,
heldur til þess að biðja þig fyrirg'efningar, játa, að eg sé erki-
asni og bölvaður óþokki í ofanálag. Eg held, að einhver bölvun
hafi hvílt á mér.“
„Ó, já, sú bölvun, sem hvílir á Scrope-ættinni —“
„Já, saga hennar er bæði löng og ljót — kannske er okkur
meinað að vera öðruvísi en forfeðurnir — eða eitthvað í lík-
iogu við þá?“
„Fjarri því, Ralph, því að — það hafa verið heiðarlegar
undantekningar. “
„Ein eða tvær kannske.“
„En eg er að vona, að við verðum taldir í flokki þeirra —