Rökkur - 01.06.1952, Síða 217
R 0 K K U R
265
og að við getum hrist af okkur þessa bölvun ættarinnar. Hvað
segirðu um það, — Ralph?“
„Kannske, Sam. Eg er að minnsta kosti staðráðinn í að
reyna að hafa skjöld minn hreinan — Cecily vegna.“
„Veit hún, að þú hefir farið á minn fund?“
„Vitanlega, Sam. Þegar hún hafði sagt mér allt af létta um
þessi stefnumót ykkar og eg sannfærðist um, að hún sagði satt
og rétt frá öllu, var ekki um neitt annað að ræða, en eg verð
að játa, að eg sagði við hana, að eg mætti búast við að þú
mundir ráðast á mig og hafa mig undir og ganga milli bols
og höfuðs á mér, áður en eg fengi sagt eitt orð, því að þú værir
hörkutól mesta. „Já, það er hann —•“ sagði hún —“
„Sagði hún það?“
„Hún gerði það, — Japhet, eg meina Sam, en hún bætti
við, „en undir niðri er hann blíðlyndasti og bezti maður, sem
eg hefi fyrir hitt á lífsleiðinni, svo að þú skalt hætta að kalla
hann „helvítið hann Japhet“ og byrja að kalla hann Sam,
eins og eg hefi alla tíð gert“ — og nú skilst þér kannske hvers
vegna eg kalla þig Sam í annari hverri setningu.“
„Og Ralph, nú get eg þá spurt þig hvort axlarsárið sé gróið.“
„Svo má það heita.“
„Eg þakka þér af hjartans grunni fyrir að bjarga syni
rnínum.“
„Það var leikur einn,“ sagði Ralph, drjúgur eins og strákur,
sem þykir lofið gott, „en eg hefði þó ekki getað það, ef eg hefði
ekki notið aðstoðar góðs vinar, flakkara, sem er menntamað-
ur og hnefaleikakappi, — já, hann barðist við Jessamy Todd,
— eg er stoltur af að eiga slíkan vin.“
„Hvað heitir hann?“
„Tawno Lovel. Fólk af hans ætt ber þér vel söguna — en
flestum öðrum herramönnum illa, en skógarverðir þínir hafa
þó ekki getað látið þá í friði upp á síðkastið. Og nú bið eg þig
um að Lovelarnir verði ekki fyrir neinni áreitni.“
„Eg skal sjá um það, Ralph.“
„Þakka þér fyrir, þá hefi eg víst sagt það, sem eg ætlaði að
segja, nema — hér er hönd mín, ef þú —“
„Vissulega vil eg taka í hönd þína, Ralph, en fyrst ber mér
að afsaka öll mín ónot og illyrði í þinn garð á liðnum tíma.
Og um Cecily þína, sem elskar þig og þig einan, vil eg segja,
að með fegurð sinni og hjartagæzku sigraði hún mig líka fyrir