Rökkur - 01.06.1952, Side 221
RÖKKUR
269
framan í Sir Robert, sem kyssti hár hennar blíðlega og svaraði:
„Þín vegna, já, Jane litla.“
„Ó,“ sagði hún himinlifandi, „á eg að fara að sækja hann?“
„Nei, væna mín, við verðum að gera þetta á viðeigandi hátt,
— eg held að það væri rétt, að þú skrifaðir honum boðsbréf.“
„Já, já, hvar er stílabókin mín — og blýanturinn, svona.“
„Nei, nei, Jane, það má ekki skrifa boðsbréf með blýanti
— - það verðurðu að gera með penna og bleki — og þú verður
að fá hreina hvíta örk.“
„Með fjaðrapenna — og bleki,“ sagði hún himinlifandi eins
og ljúfur draumur hefði ræzt og svo settist hún við borð og
skrifaði að fyrirsögn sjúklingsins:
„Ungfrú Jane sendir lávarðinum, jarlinum af Wrybourne,
kveðju sína, og biður hann að veita sér þá ánægju að koma
til Robins góðvinar síns til tedrykkju klukkan hálffimm.“
Og nú var boðsbréfið brotið saman og lakkað og skrifað
utan á og fengið hjúkrunarkonu til fyrirgreiðslu, sem bað
einn hinna einkennisklæddu þjóna að koma því áleiðis, og
var það afhent jarlinum, er hann kom þreyttur og rykugur
ur yfirreið um lendur sínar. Þegar hann hafði brotið innsiglið,
opnað bréfið og lesið, hringdi hann til Perkins, og bað hann
að sækja Elísabetu McGregor og er hún kom, rétti hann henni
boðsbréfið, og er hún hafði lesið það lyfti hún tárvotum aug-
um til himins og sagði:
„Guð blessi litlu telpuna, þennan guðs engil. Hún hefir af-
rekað það sem enginn annar gat, mildað hið harða hjarta
Rabbíe míns — og nú, Sam, góði vinur, ætlið þér — að fara?“
„Vitanlega,“ sagði Sam dálítið þreytulega og reis.á fætur,
„eg hefi aðeins tíma til að þvo mér og skipta um föt.“
XLIV. KAFLI.
Tedrykkja.
Það var Jane, sem opnaði, er Sam hafði barið að dyrum, og
vafðist henni dálítið tunga um tönn, er hún mælti og beygði
kné:
„Lávarður minn, kæri Sam frændi, þú ert velkominn.“
Sam hneigði sig virðulega, tók hana upp og kyssti hana, og
svo leiddi hún hann að rúminu mikla, þar sem sjúklingurinn