Rökkur - 01.06.1952, Síða 226
274
RÖKKUR
Það var eins og hann áttaði sig allt í einu og klappaði á
öxl vinar síns og sagði hressilega:
„Það gleður mig, sannarlega. Berðu Kötu hjartans óskir
mínar og megið þið bæði guðs blessunar njóta. Ég vildi að
eins —“
„Hvers óskar þú, Sam?“
„Ó — það skiptir ekki neinu um það.“
„Ég óska þess líka, Sam.“
„Hvers?“
„Þökk — en það verður ekki af því. Nei, ekkert slíkt getur
gerzt — eins og komið er.“
„Vitleysa — hún kemur aftur.“
„Ef til vill — en jafnvel, þótt hún kæmi —“
„Félagi, ef ég legði það í vana minn að veðja, mundi ég
þora að veðja um, að þetta mundi gerast — innan árs.“
„Ég þyrði að veðja á móti — að það gerist hvorki í ár eða
að ári eða nokkurn tíma .... Þið Kata hafið haft blessun
og hamingju með ykkur í hjónabandinu, við höfum siglt öllu
í strand — og bráðum liðast allt í sundur.“
„Hvílík herjans vitleysa, Sam, ,— og þú varst vanur að
segja, að maður ætti alltaf að lifa í voninni —“
„Ég var meiri erkiasninn þá, Ned.“
„Nei, þú varst öllum til fyrirmyndar á skipinu, mér og öðr-
um — varst öllum á skipinu til hvatningar.“
„Já, guð gæfi að ég væri á þiljum þess nú, en ef til vill á
ég enn eftir —“
Þéir námu staðar, því að þeir voru komnir að stóra hliðinu
í grennd við þjóðveginn.
„Þú ert ekki af þeim málmi steyptur, Sam, að þú rennir á
flótta,“ sagði Ned. „Það var alltaf á hinn bóginn. Og nú skaltu
ganga til orustu, eins og þú gerðir á sjónum — ganga til orustu
til bjargar heimili þínu, — og það gerirðu — en meðal ann-
ara orða, ef það verður stúlka á hún að heita Katrín Andró-
meda, — ef Andrómeda þín leyfir, vitanlega —“
„Auðvitað leyfir hún það, — en þú verður víst að láta þér
nægja að spyrja mig, því að þú færð víst ekki tækifæri til
að spyrja hana.“
„Ég ætla nú samt að spyrja hana, strax þegar hún er komin,
— ætli það dragist svo lengi úr þessu — því að hún kemur
undir eins, ef þú ferð eftir henni.“
„Kemur ekki til,“ urraði Sam. „Hún verður að koma af