Rökkur - 01.06.1952, Side 227
R Ö K K U R
275
sjálfsdáðum eða alls ekki. Það ætti hún að geta gert sér ljóst
— og þó, allar þessar vikur hefir hún látið mig bíða, án
þess að senda mér línu — eða kveðju.“
„Það er nú ekki nema tæpur mánuður. Og sannast að segja
finnst mér, að þú ættir að stíga fyrsta skrefið."
„Við erum ekki sammála um það, Ned. Það er nógu bölvað
að vera hafður fyrir rangri sök, en að vera yfirgefinn í þokka-
bót — hundsaður, — fyrirlitinn — það er ekki hægt að fyrir-
gefa, nei, fari í heitasta, nei. Og okkar í milli sagt, Ned, ég
er búinn að taka mína ákvörðun — innan viku verð ég kom-
inn aftur á sjóinn.“
„Hægan, hægan, félagi — rifaðu seglin —“
„Ákvörðun mín er óbifanleg. Innan viku verð ég farinn
að berjast við monsjörana."
„Og landsetar þínir — eignir —?“
„Harry Standish sér um það allt.“
„Hann nýtur ekki sama álits, hann getur ekki —“
„Aðvörun mín er óbifanleg, Ned, og nú — góða nótt —
félagi, gamli vinur.“
Hann greip þéttingsfast í hönd Neds og reið á brott.
Og svo hélt hinn þungbúni maður áfram reið sinni, um-
vafinn húmskuggum kvöldsins og þungum þönkum sem
fyrr, svo að þegar hann kom á þjóðveginn, þar sem vegamót
voru, lá við, að hann yrði fyrir póstvagninum, sem kom
á fleygiferð, en út um gluggann stingur fögur kona höfði sínu
og kallar:
„Nemið staðar, ó, nemið staðar!“
Og það var kippt sterklega í taumana og það glumdi í skeif-
um og rykið þyrlaðist upp, en hin fagurbúna kona skeytti
engu um það, æddi út og hrópaði:
„Sam, Sam, ó, elskan mín —“
Póstekillinn rak upp stór augu og gapti, er hann sá konuna,
sem alltaf vildi að ekið væri hraðar, hraðar, eins og um lífið
væri að tefla, henda sér í faðm ríðandi manns, sem beygði
sig niður og kippti henni upp á hestinn fyrir framan sig og
kyssti hana, og svo var riðið lötuhægt afsíðis. En póstekill-
inn, lífsreyndur maður, kinkaði kolli og ók hægt í humáttina
á eftir þeim, en gætti þess að hæfilegt bil væri á milli.
„Ó, en — Sam, elskan mín —“ sagði hún er hún loks náði
andanum — „þetta er óskiljanlegt.“
18*