Rökkur - 01.06.1952, Page 228
276
RÖKKUR
„O, sussu nei,“ sagði hann og þrýsti henni fastara að sér,
„það er ekkert óskiljanlegt —“
„En eg skil ekki samt — að þú — eg hélt, að þú lægir
rúmfastur — milli heims og helju, og nú ert þú hér kominn
heill á húfi og faðmar mig að þér — og væri synd að segja,
að þú værir máttfarúm."
„Meiddi eg þig?“
„Nei, nei, það var indælt, en —“ — nú þurfti hann vitan-
lega að þrýsta henni að sér aftur — „en Sam, hvernig á eg
að botna í þessu — mér er sagt að þú hefðir orðið fyrir skoti
og lægir dauðvona — og þú hefir ekki einu sinni særzt —“
„Ekki fengið skeinu — veldur það vonbrigðum?* ‘
„Nei, kjáninn þinn. En þú, eg hélt að þú lægir —“
„Hvers vegna?“
„Guðmóðir mín sagði það í bréfinu. Það voru skelfileg tíð-
indi, sem hún sagði frá, að þú hefðir orðið fyrir skoti úti í
skógi, — Sir Róbert Chalmers hefði ætlað að —“
„Nú, þannig liggur í því,“ sagði hann og gægðist undir hatt-
barðið — „og þú komst til mín eins hratt og hestarnir gátu
farið — tafarlaust.“
„Eg var nærri örvita, máttu trúa, og eftir allt, sem á undan
var gengið vissi eg, að það væri úti um mig, ef eg missti þig,
því að eg elska þig —“
„Svo að þú elskar enn þennan hrotta, þrátt fyrir það þótt
hann brygðist trúnaði þínum?“
„Já, eg elska hann — elska hann alla mína daga, þrátt
fyrir allt.“
„Já, guð veri lofaður og sé með oss öllum. Hér er þá komin
kona mín, Andrómeda, til þess að færa hamingju hinum auð-
mjúka Sam sínum.“
„Sam sínum, sem aldrei hefir vitað hvað auðmýkt er, en
dáir hann — og hann dáir mig, vona eg. Ó, guði sé lof, að
þú ert heill heilsu — því skrifaði guðmóðir mín þetta skelfi-
lega bréf.“
„Já, hertogaynjan okkar,“ sagði Sam og kyssti konu sína
beint á munninn. „Guð blessi hana, hún hefir enn tekið til
sinna ráða með tilætluðum árangri. Manstu, að það var hún,
sem beitti brögðum til þess að koma okkur saman.“
„Svo að þetta var bellibragð," sagði Andrómeda móðguð
og reyndi árangurslaust að losa sig úr faðmlögum manns
síns, — eg — “