Rökkur - 01.06.1952, Page 229
RÖKKUR
277
„Já, og guð blessi hana fyrir viðvikið.“
„Vissir þú það?“
„Nei.“
„Það var — grimmdarlegt — hún ætti að vita, að eg var
nær viti mínu fjær af áhyggjum og sorg.“
„Guð blessi hana fyrir það.“
„Hvernig geturðu sagt annað eins og þetta?“
„Vegna þess, að hún hefir brætt ísinn úr hjarta þínu og
nú ertu aftur eins og þú áður varst, Andrómeda mín. — Ertu
ekki glöð yfir að hvíla aftur við barm minn?“
„Miklu meira glöð,“ andvarpaði hún og hallaði sér að hon-
um — „yfir að geta hallað mér að barmi þínum, þar sem eg
vissulega á að vera, — en nú, Sam, þar sem þú getur nú kysst
mig að vild hvernig sem þú vilt og hvenær sem þú vilt —
blessaður vertu þá ekki að því hérna á miðjum þjóðveginum
— leyfðu frú þinni að setjast í sæti póstvagnsins og koma heim
virðulega sem jarlsfrú af Wrybourne sæmir.“
„Fyrirtak,“ sagði hann og skellihló. „Við hertökum póst-
vagninn og ökum h e i m — saman, og með þeirri virðingu,
sem engin takmörk eru sett nema þeim, sem ástin setur —
hæ, póstekill,“ grenjaði hann, ,,póstekill!“
Vesalings ökumanninum brá svo, að við lá að hann missti
taumhald, en allt fór vel. Hann ók hægt til þeirra, en jarlinn
og frú hans höfðu þá stígið til jarðar.
„En hesturinn þinn, Sam?“
„Hafðu engar áhyggjur af honum Rúfusi, væna mín. Hann
ratar heim,“ og Sam klappaði á stinnan makka hans og heim
brokkaði klárinn. Og svo fóru þau inn í tilluktan póstvagninn.
Og hefði póstekillinn nú litið um öxl — en hann var hyggnari
en svo, að hann gerði það — mundi hann hafa öfundað reið-
manninn, því að hann mælti nú í skipunartón við konu sína:
„Komdu í arma mína, burt með hattinn," og var skipuninni
þegar hlýtt, „og hallaðu nú höfði þínu að öxl minni. Nú verð
eg að segja þér sitt af hverju: í fyrsta lagi, að það er veikur
maður heima — rúmfastur — hættulega særður — og hann
er Sir Róbert Chalmers. Nei, láttu höfuðið hvíla þarna og
vertu kyrr og hlustaðu á mig. Sir Róbert lifir þetta af, en
hatrið er dautt í huga hans — og það var yndið okkar, Jane
litla, sem kom því fyrir kattarnef. Guð blessi hana. Segðu
amen!“
„Amen,“ sagði Andrómeda af innileik.