Rökkur - 01.06.1952, Síða 230
278
R Ö K K U R
„Og svo erum það við, frú mín, eg hinn hverflyndi hrotti
og þú hrokafulla kona. Ó, já, þú varst blind og afbrýðisöm
og hrokafull — og hljópst til að trúa öllu um mig. Nú, hvers
vegna krefstu þess ekki, að eg og Cecily gerum hreint fyrir
okkar dyrum. Og svo eru nafnlausu bréfin. Spyr þú, eg skal
svara.“
„Nei, lávarður minn.“
„Jæja, eg svara samt. Twiley lávarður skrifaði þau í þeim
tilgangi að þau hefðu nákvæmlega þau áhrif, sem þau höfðu
— að vekja efa og grunsemdir til þess að aðskilja okkur.“
„Hann er fyrirlitlegt úrhrak.“
„Jæja, hann gerði það sem hann gat til þess að bæta um
fyrir misgerðir sínar áður en hann gaf upp öndina, en það var
vildarvinur hans, sem veitti honum banasárið.“
„Ó, Sam eg játa, að eg glataði trausti á þér. Geturðu fyrir-
gefið mér. Nú þekki eg þig aftur, er eg horfi í augu þér, þar
sem enga lýgi er að finna. Eg veit, að eg hefði aldrei átt að
tortryggja þig. Ó, Sam — hjartað mitt —“
„Frú mín, — þessa auðmýkt hefi eg ekki fundið fyrr hjá
konu minni Andrómedu, en hún fer þér alveg prýðilega. Nú
máttu vita, að Ralph frændi efast ekki lengur um sakleysi
sinnar ágætu konu — og er orðinn vinur minn. Cecily hefir
sigrað í baráttu sinni — lokasigur — og nú ríkir ást og friður
á heimili þeirra. Guð blessi hana. — Og hvað segir þú nú um
allt þetta, frú mín.“
„Guð blessi þau bæði — og megi hann veita, að þú fyrir-
gefir mér.“
„Svo að — frú mín,“ sagði hann og ýtti henni dálítið frá
sér, til þess að geta horft betur framan í hana, milda, auð-
mjúka, „þú biður mig að fyrirgefa þér.“
„Já, lávarður minn.“
„Þér skal verða fyrirgefið — fyllilega — en gegn einu skil-
yrði.“
„Skilyrði,“ endurtók hún og var ekki eins mikil mýkt
hvorki í svip hennar né máli. „Og hvert er það skilyrði, ef eg
má spyrja?"
„Hallaðu kollinum að öxl minni — og hlustaðu,“ sagði
hann og dró hana aftur til sín. „Hlustaðu með báðum litlu,
fallegu eyrunum þínum?“
„Já, já, eg hlusta.“