Rökkur - 01.06.1952, Side 232
280 ,
RÖKKUR
Þessi saga er ekki sérprentuð.
Katrín
Saga eftir Sheila Kave-Smilli.
1.
Sumarkvöld nokkurt kom flokkur hermanna ríðandi frá
Leasan og lagði leið sína í áttina til steinkrossins gamla, sem
öldum saman hafði staðið þarna í grennd við vegamótin, þar
sem vegirnir frá Leasan og Vinehall mætast. Nokkru vestar
liggur vegurinn til London gegnum skóg, er nefndur var Har-
lot’s Wood, en vegurinn til Hastings beygist til suðurs niður
hæðina, fram hjá Newhouse og Doucegrove, niður dalinn, sem
kenndur er við Tillinghamána. Áður fyrr var sú hjátrú ríkjandi,
— löngu áður en vegirnir komu til sögunnar — að þarna væri
helgur staður. Landslagi var þannig háttað, að tungur lands
skáru hvor aðra, og á þessum stað var steinkross reistur. Þang-
að lögðu menn leið sína á dögum pápiskunnar og þuldu bænir
sínar við krossinn. Götuslóðar mynduðust og síðar varð þarna
alfaravegur. Mönnum fannst nú steinkrossinn, er enn gnæfði
þarna yfir vegina, eins og ögrunartákn frá dögum páfaveldisins,
og flestum var gleymt, að ekki mundi gott af því hljótast, ef
hróflað væri við nokkru á þessum stað.
Hermennirnir, sem fyrr var að vikið höfðu með sér klaufjárn
og járnstengur og önnur tæki, sem þeir höfðu gripið til í smiðj-
unni í leiðinni. Þeir voru kátir og sungu við raust. Það hlakkaði
í þeim af tilhugsuninni um að geta beitt kröftum sínum við að
rífa niður — hvílík heppni, að þama í nágrenninu var enn uppi
standandi sérkennilegur, sjaldgæfur steinkross, á stað, sem eitt
sinn var helgur — hvílík heppni, að þeim skyldi veitast sú á-
nægja, að jafna þarna allt við jörðu! Á leið sinni um þorpin í
byggðinni höfðu þeir séð þess fá merki, að nokkur maður væri
áhangandi pápiskunnar. Það var næstum furðulegt, að þessi
steinkross hafði verið skilinn eftir. Líklega var það vegna þess,
að íbúar Kents og Sussex stóðu á lægra menningarstigi en fólk
í öðrum landshlutum. — Það var engu líkara en að alþýða
manna gerði sér ekki ljóst, að nú voru menn mótmælendatrúar,
og að bezt væri fyrir þá að sannfærast um það þegar í kvöld,
meðan reykurinn frá eldunum í Hastings barst með þokunni