Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 233
RÓKKUR
281
yfir Odimer-hæð, að floti Spánarkonungs hafði verið hrakinn
inn í höfnina í Calais og þar næst stökkt þaðan aftur, og dreifð-
ist nú til norðurs undan hinum eldspúandi skipum Drakes.
Á krossgötunum var allt kyrrt og hljótt. Þar var ekki sál á
ferli og hvergi í grenndinni sást skepna á beit, enda var þarna
lítið um safarík grös, en gnægð þistla. Ekkert býli var í grennd-
inni nema Holly Crouch, en hæð huldi það sjónum. Hermönn-
unum þótti miður, að þarna höfðu þeir enga áhorfendur. Þeir
mundu hafa fagnað því, ef menn hefðu safnast saman, eins og
fyrstu árin, sem þeir unnu að því að rífa niður slík tákn, að sjá
menn í uppreistarhug reyna að hindra þá í starfinu. En jafnvel
þegar þeir beittu klaufjárnum sínum og sleggjum og æptu her-
óp barst ekkert hljóð að eyrum þeirra, nema bergmálið af köll-
um þeirra, og suðið í útsynningnum, sem veitti mönnum Drakes
lið við að hrekja flotann spænska norður til Orkneyja.
Það var ekki mikið erfiði að brjóta niður krossinn gamla og
veðurbarða. Steinarnir, sem hann var hlaðinn úr, hrukku í
sundur, og hermönnunum voru vonbrigði að því, að engir á-
horfendur voru, er reynt höfðu að stöðva þá við framkvæmd
verksins.
„Þetta land er aleyða,“ sagði einn hermannanna. „Hinn helgi
kross hefir fælt alla burt — eða jörðin hefir gleypt þá.“
Hann rak upp rosahlátur, en annar mælti:
„Reynum að finna húsaskjól, eg er orðinn langþreyttur á að
sofa í skurðum.“
„Og að drekka úr pyttum," gall við annar. „í nótt vil eg sofa
á mjúkum beði — Spánarkonungur setur ekki lið á land í kvöld.“
„Og ekki á morgun — ekki á þessu ári eða næsta. Við getum
horfið heim til kvenna vorra.“
„Húrra“, æptu menn í kór.
Og reið svo hópurinn syngjandi af stað í áttina til Vinehall.
2.
Hermennirnir mundu án vafa hafa dregið að sér athygli
heimamanna í Holly Crouch, ef þeir hefðu verið við vinnu á
ökrum úti, en þannig var ástatt, að þennan dag voru allir önnum
kafnir við smíði nýja hússins, sem Thomas Harman í Holly
Crouch var að reisa fyrir Oliver, elzta son sinn, í suðvesturhorni
landeignarinnar, við þjóðveginn til Hastings. Það stóð brullaup
fyrir dyrum í lok mánaðarins — og smíði hússins varð að vera