Rökkur - 01.06.1952, Side 234
282
RÖKKUR
lokið fyrir þann tíma. Allir urðu að láta hendur standa fram úr
ermum. Það var enn vika, þar til uppskerutíminn byrjaði, og
var því auðsætt, að nota bæri tækifærið og setja alla í vinnu við
hússmíðina. Alla — vitanlega að undanteknum William gamla
Luck, því að hann var ekki vinnufær lengur, eftir að hafa slitið
sér út fyrir Thomas Harman og föður hans frá blautu barns-
beini að kaRa.
William gamli sat undir limgirðingu og horfði á menn vinna
að hússmíðinni. Húsbóndi hans hafði látið höggva skóg á
Dodyland Shaw fyrir nokkrum árum og tilhöggva við í húsið
og geymdi svo árum saman, því að hann hafði alltaf ætlað sér
að reisa nýtt hús, þegar einhver sona hans kvongaðist. Gamla
húsið var hrörlegt orðið, þótt framstoðir gætu enn styrkar tal-
ist. Það hafði verið byggt á sama hátt og nýja húsið, grindin úr
eik, en steypt milli stoða með blöndu úr límkenndum leir og
sandi, en það var stráþak á gamla húsinu, sem var mosagróið
og svo niðurslútandi orðið, að það virtist ná niður undir miðja
veggi.
Og húsið var ósköp hrörlegt og ósjálegt. En William gamla
þótti leitt, að þakið á nýja húsinu skyldi vera hellulagt. Hann
var ekkert hrifinn af þessum hellulögðu, litlu húsum, sem
menn voru að byggja nú og allir skynsamir menn skopuðust að.
Það gat vitanlega verið ágætt fyrir herragarðseigendur, eins
og þá í Conster Manor, og Fuggesbroke, en helluþök hlutu að
vera of þung fyrir viði lítilla húsa, og fráleitt voru þau eins svöl
á sumrum og hlý á vetrum og hús með stráþökum. Og svo var
svo handhægt að ná í efni í stráþök. — Þetta kom upp úr mold-
inni — blessað korngresið, — eins og margar aðrar, góðar guðs
gjafir.
Hann kunni því illa, að húsbóndi hans skyldi ekki í hvívetna
vilja feta í fótspor föðursins. Gömlu göturnar voru góðir stigir
og mundu alltaf verða. Það hafði hann alltaf sagt og mundi
aldrei hvika frá því. í „þá góðu, gömlu daga“ höfðu menn látið
hverjum degi nægja sína þjáning, og unað glaðir við sitt, og
þegar menn dóu mundi presturinn koma, lesa blessunarorðin
og kasta rekunum, og það var gott til þess að hugsa, nú voru
engir prestar, bara prédikantar og hann hafði ekkert brúk fyrir
slíka menn frekara en þakheilur. Mörg ár voru liðin síðan er
hann hafði litið oflátu-kerið, hangandi í taug yfir altarinu í
Leasan-kirkju, en það hafði jafnan minnt hann á svífandi dúfu,
og nú kunni enginn faðir vorið lengur. Og nú voru allir þessir