Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 235
RO KKUR
283
erfiðleikar út af kónginum á Spáni. Áttu menn ekki sjálfir sök
á, að hann kom? Og nú var verið að reyna að hrekja hann burt.
Nei, menn áttu ekki í þess háttar erfiðleikum við Spánarkonung,
þegar Harry kóngur réð ríkjum.
„Hæ — hver —“
Drunur og brestir kváðu allt í einu við í eyrum hans. Það
var eins og jörðin léki á reiðiskjálfi og þótt hann væri orðinn
nærri heyrnarlaus fékk hann hellu fyrir eyrun. Og það dimmdi
— því að einhver kom ríðandi á fleygiferð og hesturinn tók
undir sig stökk og yfir limgirðinguna, en karlinn hneig niður
í skurð og tautaði:
„Ó, María, ó, Neptunus!“
Hann var dauðskelkaður, en hann brenndi sig á netlunum í
skurðinum, og er hann hafði þuklað sig allan og var orðinn þess
vísari, að hann var ómeiddur, kom reiðin yfir hann. Hver hafði
gerst svo djarfur að ríða á hann ofan? Hver gat hagað sér svona
— að koma ríðandi á harða stökki niður hæðina og láta svo
hest sinn stökkva yfir limgirðinguna, án þess að hugleiða, að
sannkristinn maður kynni að liggja undir henni? Já, hver —
jú, hver önnur en Katrín Alard? Vitanlega var það hún. Það
gat engin önnur verið. Reið hún ekki jafnan um byggðina eins
og fjandinn sjálfur og allir hans árar væru á hælum henni?
Hann horfði á eftir henni er hún þeysti eftir heiðarjaðrinum
að býlinu, og myndi enginn ókunnugur annað ætla, en að þar
væri bíræfinn og ófyrirleitinn strákur á ferð. Hún var ótemja,
það var orðið, og enginn vildi hana fj7rir konu. Menn sögðu, að
hún væri komin undir þrítugt. Hún var að komast á pipar-
meyjaaldurinn. Og ekki mundi skapið batna við það. En hún
var engin kveif, — og menn sögðu, að hún vildi gömlu trúna og
allt í sölurnar fyrir hana leggja. Og menn sögðu jafnvel, að það
hefði orðið henni hryggðarefni, að floti Spánarkonungs var
hrakinn burtu.
3.
En með slíkum ásökunum var Katrínu Alard óréttur ger því
að hún var ekki síður þakklát en aðrir yfir því, að spænsku
skipin höfðu verið hrakin burt. Sannleikurinn var sá, að hún
hafði riðið yfir á Staple Hill, til þess að aðgæta hvort eldarnir,
sem þar höfðu verið kveiktir hefðu slokknað. Menn höfðu sakn-
að bjarmans rauða yfir hæðirmi kvöldið áður. Hún hafði farið