Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 236
284
RÖKKUR
krókaleiðir og því var þaS, að hún varð þess ekki vör fyrr en
nú, hvað gerst hafði á krossgötunum. Hún hafði verið í þann
veginn að lyfta hönd sinni í fagnaðar skyni, að vanda, er hún
nálgaðist krossinn og signa sig, þegar hún sá steinhrúguna, sem
bar vitni um hvað gerst hafði. Hver — eða hverjir höfðu verið
hér að verki? Hún varð að komast að raun um það, þótt hún
vissi, að nú var ekki hægt að koma lögum yfir þá, sem frömdu
helgispjöll sem þessi. En hún knúði hest sinn sporum og hugsaði
um það eitt, að komast sem hraðast til Holly Crouch, og fór
skemmstu leið, og því var það, að hún hentist á hesti sínum
yfir limgirðinguna, án þess að vita um manngarminn, sem
hvíldist í skjóli hennar. — Enginn virtist heima á býlinu, en
hún sá hóp manna að störfum við nýja húsið skammt frá veg-
inum.
Ned Harman sá hana koma. Hann var yngstur og því hafði
honum verið falið að blanda í steypuna.
„Sjáðu, pabbi, þarna kemur „Kata á sprettinum“.“
Svo var hún kölluð manna á meðal á þessum slóðum, því að
hún var jafnan ríðandi, og fór ævinlega geist. Alltaf þurfti hún
að vera á ferli, yfir akra og engi, í stað þess að sitja við að
baldíra eða bródera heima í Conster Manor. Já, og stundum
fór hún á fálkaveiðar með föður sínum, herramanninum. Sum-
ir sögðu, að þetta eirðarleysi stafaði af því, að hún gekk ekki í
hjónaband á réttum tíma, og nú væru ekki eftir nein nunnu-
klaustur til þess að setja hana í.
Thomas Harman steig fram og heilsaði henni virðulega, því
að hún var dóttir herramannsins, þótt hún væri á svipinn sem
villimannadrottning.
„Hafið þið séð hvað gerst hefir? Krossinn hefir verið brot-
inn niður!“
„Hvaða kross?“
„Steinkrossinn — á krossgötunum. Brotinn niður og bara
steinahrúga eftir.“
Menn létu almennt óánægju og gremju í ljós. Ekki af því,
að hann hefði verið helgur í þeirra augum, en menn höfðu
vanizt honum — menn söknuðu hans eins og vörðu, sem allt
í einu hverfur af einhverju holtinu, eftir að hafa gnæft þar
öldum saman. Og sumir minntust þess, að þarna hafði kross-
inn staðið öldum saman, og verið mörgum kynslóðum kær, og
enginn hafði rétt til að fremja slíkt hermdarverk sem þetta,
og hann var þar að auki í Holly Crouch landareigninni, og