Rökkur - 01.06.1952, Síða 238
286
RÖKKUR
„Nolli,“ sagði Harman, „ungfrú Katrín sagði okkur, að búið
væri að brjóta niður krossinn.“
„Krossinn — hver vogaði —?“
„Það langar okkur öll til þess að vita. Það er furðulegt, að
við skyldum ekki heyra til þeirra, sem þarna voru að verki.“
„Þetta er svívirðilegt,“ sagði Oliver og þrútnaði af reiði.
Hann tók svo fast mn hönd Maríu, að hún kveinkaði sér. „Fyrir-
gefðu mér, elskan mín, en — steinkrossinn — hann stóð á helg-
um stað.“
Katrín gladdist yfir því, að hann reiddist, er hann heyrði um
ódæðisverkið.
„Ef við hefðum vitað þetta hefðum við getað komið í veg
fyrir það. Hér er hópur vaskra manna, við höfum rekur og
haka að vopnum — ef við legðum land undir fót kynnum við
að rekast á þorparana,“ sagði Katrín.
En Thomas Harman var ekki á því að farið væri í neinn
hefndarleiðangur.
„Við græddum ekkert á því, myndum koma meiddir og sárir,
eða verða settir í fangelsi. Nei, nei, ungfrú Kata. Það hryggir
mig að svona skuli hafa verið farið með krossinn, en mér þykir
vænt um, að við fengum ekki vitneskju um það, fyrr en eftir á.
íhlutun hefði ekki leitt til neins nema vandræða.“
„Þér ættuð að skammast yðar,“ sagði Katrín.
„Kemur mér ekki í hug. Við hefðum öll verið brennimerkt
sem áhangendur páfans.“
Thomas gamli Harman benti í áttina til Odimer-hæðar, þar
sem enn loguðu eldar og reyk lagði til himins.
„Það hefði verið litið á okkur sem stuðningsmenn þeirra, sem
nú eru hraktir norður á bóginn úti fyrir ströndinni. Það hefði
getað komið okkur í koll.“
„Páfinn sendi ekki Spánarkonung í leiðangur til Englands.“
„Gerði hann það ekki?“ sagði Oliver og kenndi efa í svip
hans. „En menn segja, að hann sé sjálfur á einu herskipinu.“
„Nei, páfinn mundi aldrei fara frá Rómaborg.“
„Hafi hann gert það fær hann að kenna á því, áður en hann
kemst heim aftur,“ sagði Ned.
Allir hlógu, nema Katrín. Hún lagði engan trúnað á það, að
páfinn væri á flotanum ósigrandi, sem svo var nefndur, en hún
gat ekki sannað neitt í þessu efni. María Douce horfði á hana,
ekki sem hlýlegast, og hvíslaði einhverju í eyra unnustans.
„Uss, barnið gott,“ sagði hann, og leiddi hana burt.