Rökkur - 01.06.1952, Page 239
RÖKKUR
287
4.
Katrín horfði á eftir þeim.
„Hún er óvanalega fögur,“ sagði hún, nokkuð þunglega, eins
og henni væri mikið í hug.
„J4, og hún færir auð í garð. Faðir hennar ætlar að gefa
henni 500 pund í heimanmund.“
„Hún er þá ekki sönn þessi saga um, að kaþólskir menn í
Frakklandi hafi rænt hann og rúið.“
„Það getur vel satt verið, en honum hefir vegnað vel í þessu
landi, eins og hans líkar jafnan gera. Hann er yfirmaður í stál-
bræðslunni í Panyngride og Sir Philip Sidney mun hafa orðið
að láta marga poka gulls af hendi við hann.“
„Og vafalaust reytir hann eittvað af föður mínum.“
„Vel líklegt. Þeir geta farið fram á það, sem þeim dettur í
hug þessum Frökkum, fyrir að kenna mönnum járnbræðslu.
Eg veit lítið um slíka hluti, en mér er sagt, að Frakkar hafi
fundið upp nýja bræðsluaðferð, og sá, sem getur kennt slíka
hluti fær þá peninga, sem hann biður um.“
„Mér gremst það — gremst að sjá þessa hjátrúarfullu útlend-
inga koma hingað til að mata krók sinn og boða villutrú. Það
er sagt, að fyrr en varir muni Hugenottar verða öllu ráðandi í
ullariðnaðinum í Rye, og menn þar í borg eru æfir orðnir í
garð þeirra og krefjast þess, að þeir verði brott reknir.“
„Já, eg hefi heyrt það. Maður getur verið þakklátur fyrir, að
þeir gerast ekki bændur þar sem þeim gengur betur en öðrum
í öllu, sem þeir taka sér fyrir hendur.“
„Ætli land okkar verði ekki eftirlíking Frakklands, ef þeir
halda áfram húsasmíðum hér. Fari þeir og veri — en eg veit
ekki hvað eg er að hanga hér. Eg ætti víst að flýta mér heim í
kvöldmatinn.“
Harman leit í kringum sig varfærnilega. Ned og hinir voru
aftur komnir að vinnu sinni, og hann og Katrín stóðu alein við
húshornið.“
„Má eg spyrja yður um dálítið, ungfrú Katrín?“
„Vissulega. Um hvað viljið þér spyrja?“
„Hvenær verður næst sungin messa hjá Tuktone herramanni?“
Katrín rétti úr sér í hnakknum og horfði á hann með grun-
semdarsvip.
„Og hvers vegna haldið þér, að eg viti það?“