Rökkur - 01.06.1952, Page 241
RÖKKUR
289
„Nei, eg minnist ekki á það einu orði, fyrr en allt er um
garð gengið. Börnin eru móti páfatrúnni, ekki sízt eftir að deil-
an við Spán kom til sögunnar. En þér skuluð tala máli mínu
Og getið sagt þeim, að eg hafi alltaf verið kaþólskur í hjarta
mínu. Og heldur vil eg deyja í þeirri trú heldur en eftir hinni,
sem boðuð er í hinni nýju bók Pecksalls. Eg bið þess, að prest-
ur komi bráðlega, því að ella kann það að verða of seint.“
„Þér lítið hraustlega út.“
„Það ber meira á roðanum í kinnum mér, af því að hár mitt
er hvítt. Og stundum er rotinn ávöxtur í heillegu keri. Eg
kann að líta hraustlega út, en mér líður þannig stundum, sem
allt sé rotið eða á ruglingi innan í mér, og eg hefi þrautir
miklar.“
„Hafið þér ekki tekið neitt inn — eða farið til læknis?“
„Jú, en nú vilja þeir lækna allt með blóðtöku — og eg óttast
afleiðingar blóðmissis. Eg sendi því eftir Lumsden gömlu og
hún býr til jurtaseyði handa mér, en það kemur ekki að gagni.
Líklega er skráð í stjörnurnar, að dagar mínir séu taldir, en á
mínum aldri finnst mér aðeins tvennt skipta máli, að deyja
ekki án prestsþjónustu — og að deyja þjáningalaust.“
„Eg skal sjá um, að þér fáið tækifæri til að skrifta, Harman
bóndi. Þér þurfið ekki um annað að hugsa en reyna að hjara
þangað til mér tekst að ná í prest.“
Allt í einu var sem skugga legði yfir andlit hennar. Það var
eins og hugur hennar væri leitandi. Loks birti yfir henni.
„En ef nú bróðir minn kæmi einn góðan veðurdag og syngi
messu yfir okkur.“
„Það yrði fagur og góður dagur fyrir yður og mig, en eg veit
ekki hversu góður dagur það yrði fyrir hann.“
„Það eru fimm ár síðan er hann fór til Rómar. Hann hlýtur
að fara að koma aftur.“
„Hafið þér aldrei frétt af honum?“
Hún hristi höfuðið.
„Hann áræðir ekki að skrifa mér. Það væri ekki þorandi og
eg hefi beðið hann að gera það ekki. Faðir Polydore Plasden
færði seinast fréttir af honum. Hann var þá hress og vongóður
■— og hafði hartnær lokið námi.“
„Þá er ekki að efa, að hann kemur bráðum.“
„Þá verð eg glöð — glaðari en eg fæ með orðum lýst.“
Andlit hennar ljómaði af brosi, fögru brosi, sem var gerólíkt
hinu strákslega glotti, sem stundum lék um varir henni. Har-
19