Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 242
290
RÖKKUR
man horfði á hana og kenndi í brjósti um hana. Og hann hugs-
aði: „Hún mun þjást eigi síður fyrir bróður sinn en sig sjálfa,“
en upphátt sagði hann:
„Eg verð að fara til verkamanna minna. Það er ekki að vita,
nema þeir fari skakkt að. Góða nótt, ungfrú Katrín —• og
gleymið ekki því, sem þér lofuðuð.“
„Treystið mér, vinur. Góða nótt.“
5.
Katrín Alard reið niður hæðina til Conster Manor. Það rökkv-
aði skyndilega og um leið lagði þokuhjúp yfir Odimer Ridge,
svo að hinn rauði bjarmi eldanna á ströndinni dofnaði, en það
sló líka roða hnígandi sólar á kvöldskýin og Tillinghamána, en
hún var fjörutíu feta breið, þar sem hún kom að henni, en hand-
an við rætur hlíðar var Conster.------Skammt frá árósnum lá
brautin heim og eikitrén beggja vegna við hana voru enn ung-
viðir, því að það var Peter Alard, sem hafði gróðursett þau.
Hann hafði gengið að eiga auðuga konu, lafði Elisabetu Burdett,
sem Thomas Cromwell háfði gert að jarli og gefið lönd í Essex
— og Peter hafði varið fé hennar til margskonar umbóta í
Conster. Fyrir tuttugu árum hafði hann endurbyggt húsið að
mestu. Katrín mundi enn óljóst eftir forsalnum í gamla hús-
inu og eldhúsinu, sem var næstum eins stórt og aðskilið ein-
göngu með skilrúmi, svo að úr sæti sínu við borðið gat hún séð
eldinn og steikina á steininum yfir honum. Þá mötuðust allir
við sama borð, húsbændur og hjú, en nú var mikil breyting á
orðin, því að lafði Elisabet hafði lengi kvartað beisklega yfir
svo nánum samvistum við sauðsvartan almúgann. Forsalurinn
í hinu nýja húsi var minni, en 'gluggar margir og stórir, nýtízku
arinn, veggir eikarþiljaðir eða huldir ábreiðum, eldhús og búr
algerlega aðskilið, en stofa, er vissi að víkinni var einkastofa
fjölskyldunnar, og þar neytti hún máltíðar, og þar var setið
að kvöldverði nú.
Katrín gekk gegnum forsalinn og heyrði kliðinn af tali þeirra.
Hún varð þess vör, að þarna var, auk foreldra hennar, Kit
Oxenbrigge frændi hennar, sem í tvö ár hafði verið ráðsmaður
hjá Alard, en svo var þar og einhver, sem talaði með erlendum
hreim. Hún gretti sig, er hún minntist þess, að Robert Douce
mundi vera þarna, við járnbræðsluskipulagningu sína og þess