Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 243
RÖKKUR
291
háttar, og hún var enn dálítið ólundarleg á svip, er hún kom inn,
þótt hún reyndi að leyna því með brosi.
„Kata, hvar hefirðu verið?“ kallaði móðir hennar. „Þú lítur
út eins og flökkustelpa.“
„Kata,“ kallaði faðir hennar í allt öðrum tón. „Óeirni, um-
þeysandi flakkari — komdu og kysstu mig, telpa mín.“
Katrín kyssti hann og leyfði Robert Douce að kyssa sig á
kinnina — samkvæmt sveitarsið, sem móður hennar var svo lítið
um, að hún andvarpaði jafnan, ef Katrín rétti fram kinnina.
Elisabet Alard hafði ekki gleymt því, að hún hafði verið alin
upp á franska vísu. Hún var fögur, virðuleg kona, smekklega
klædd, í dökkum kjól, með perlumen í hárinu. Hún var ekki
nema átján ára, er hún ól manni sínum tvíbura, og hefði mátt
ætla, að þær væru systur hún og Katrín, þótt húð dótturinnar
væri brún og veðurbitin, en móðurinnar hvít og silkimjúk.
í útliti var Katrín líkari föður sínum. Einnig hann var dökk-
ur á hörund, munnstór nokkuð og úteygður dálítið, en brún-
eygur var hann ekki. Hann hafði „saxnesk“ augu, ljósblá og
björt — og það hafði Kit Oxenbrigge líka, þótt hann að öðru
leyti líktist meir í föðurætt sína. Hann var hvass, haukslegur á
svip, og hárið mikið og liðað og minnti á hrafnsvængi. Hann var
ekki eins elskur að sveitinni og frændur hans, því að hann hafði
vanist öðru lífi í Winchester háskóladeildinni, og auk þess hafði
hann ferðast um Ítalíu og Frakkland. Hann var skegglaus og
mál hans bar engan keim mállýzku. Elisabet Alard talaði „mál
drottningarinnar“, hægt og með raunablæ, en Katrín og faðir
hennar skömmuðust sín hvorugt fyrir að tala mál alþýðunnar
í Sussex.
„Hvar hefirðu verið, Kata? Það er ekki áhættulaust fyrir
stúlkur að vera einar á ferð eftir að dimma tekur.“
„Eg fór til þess að gá að eldunum — en í heimleiðinni lagði
eg leið mína um Holly Crouch, og brá heldur en ekki í brún,
er eg komts að raun um, að ódæðisverk hafði verið unnið. Ein-
hverjir hafa brotið niður steinkrossinn á vegamótunum.“
„Herra trúr — hver skyldi hafa gert það?“
„Eg veit það ekki — hermenn líklega. Það hefir að minnsta
kosti sézt til flokks ríðandi hermanna. Þegar eg kom að vega-
mótunum var ekkert að sjá nema brotna steina.“
„Megi þeim hefnast fyrir illvirki þetta, en eg geri ráð fyrir,
að við þessu hafi mátt búast. Það er nánast furðulegt hvað
hann hefir fengið að standa þarna lengi í friði.“
19*