Rökkur - 01.06.1952, Page 244
292
RÖKKUK
„Það má vafalaust búast við nýjum ofsóknum gegn kaþó-
likkum, þegar orrahríðinni við Spán lýkur,“ sagði Oxenbrigge.
„Katrín — þú verður að koma í kirkju á sunnudaginn.“
„Fyrr léti eg drepa mig.“
„Heimskingi,“ sagði móðir hennar. „Margir foreldrar mundu
hafa hýtt þig í hvert skipti, sem þú hefir neitar að fara, í stað
þess að greiða sekt þín vegna.“
„Það er fyrirhafnarminna að borga en hýða — og pabbi er
auðugur."
„En eg gæti varið fé mínu betur en gjalda sektir, vegna
þeirra, sem ekki vilja taka trúna.“
„Þú hefir þó sloppið við sektargreiðslu fyrir sjálfan þig.“
Faðir hennar, sem að jafnaði var góðlyndur, varð dökkur í
framan.
„Talaðu ekki í þessum dúr, stelpa. Svo sannarlega eru tak-
mörk fyrir hvað eg læt bjóða mér.“
„Borðaðu matinn þinn, Kata,“ sagði móðir hennar. „Við er-
um næstum búin að borða.“
Katrín settist að snæðingi, ólundarleg á svip. Hún unni föð-
ur sínum — og móður líka, en minna. En það var alltaf þetta
trúarstríð milli þeirra — alltaf síðan faðir hennar hafði ákveðið
að taka hina nýju trú. Hann hafði haldið tryggð við gömlu
trúna fyrstu 20 stjórnarár drottningarinnar, og hann hafði
sloppið við mörg óþægindi og annað verra, sem ýmsir nágrann-
ar hans höfðu orðið að þola. Tengsl hans við volduga mót-
mælendafjölskyldu — sem komst á, er sú ætt varð að láta lítið
á sér bera á stjórnartíma Maríu drottningar — höfðu orðið
honum hlíf, svo að hin ströngu lög, sem í gildi voru gengin,
bitnuðu ekki á honum. Auk þess var lögunum ekki framfylgt
eins stranglega í skógum og sveitum Sussex og borgunum.
Hann hafði haldið stöðu sinni og virðingu, en orðið að greiða
sekt endrum og eins, enda var hann góður kunningi prestsins í
Leasan, sem söng messu á hverjum sunnudagsmorgni og lét svo
kirkju sína standa opna til morgunbæna.
Mikil breyting varð, er páfinn bannfærði drottninguná, og
vegna hefndarráðstafana þeirra, sem gripið var til. Það var
hætt að syngja messu í Leasan-kirkju, jafnvel fyrir luktum
dyrum. Til þessa höfðu menn getað látið það eftir sér, ef menn
höfðu úr nógu að spila, að iðka kaþólska trú; nú var litið á
það sem landráð — og nú var ekki aðeins pyngja hans í hættu,
heldur og lendur hans og líf. Burdett-arnir gátu ekki lengur