Rökkur - 01.06.1952, Page 246
294
R Ö K K U R
Og hann varð sárfeginn, er mikill og vaxandi gnýr barst allt í
einu til þeirra út úr eldhúsinu.
„Guð verndi okkur,“ hrópaði Elisabet Alard. „Eiginmaður
minn — við hljótum að hafa háværasta þjónalið í öllu land-
inu.“
„Eg ætla að fara og sjá hvað um er að vera,“ sagði Kit
Oxenbrigge.
„Já, það er bezt að reka þá aftur fram í eldhúsið. Eg hefi
margoft fyrirskipað, að aðeins hinir einkennisklæddu þjónar
megi koma inn í forsalinn.“
Oxenbrigge fór og kom brátt aftur glottandi.
„Fólkið vill, að þér komið, herra, — það segir, að í eldhúsinu
sé staddur endurskírnarmaður, og vilji spá fyrir okkur.“
„Endurskírnarmaður,“ endurtók Elisabet í fyrirlitningartón.
„Slíkt atferli væri brot á lögum,“ sagði maður hénnar. „Mig
furðar á,að hann skuli dirfast að koma í hús yfirvalds. Leiðið
hann inn hingað og eg dæmi hann í gapastokk."
„Já, gerðu það,“ sagði Katrín.
„En eg hefi aldrei heýrt getið um endurskírnarmenn, sem
lögðu það fyrir sig að segja fyrir örlög manna,“ sagði Robert
Douce, og mælti hægt að vanda með erlendum hreim.
Oxenbrigge fór og kom brátt aftur og var þá í fylgd með
honum þreytulegur og útslitinn manngarmur, klæddur sem
efnalítill smákaupmaður, fötum úr heimaunnu efni. í annari
hendi hélt hann á þvældum hatti, í hinni á sykurtoppslöguð-
um hatti úr stinnu pergamenti, svörtu á lit og voru á hann
límdar silfurstjörnur. Að baki honum var þjónaliðið, menn og
konur, með augun uppglent af forvitni.
„Hér hafa mistök orðið,“ sagði Oxenbrigge, „maðurinn er
ekki endurskírnarmaður, heldur stjörnuspámaður.“
„Eg get lagt eið út á það,“ sagði maðurinn, „að eg er eins
sannur mótmælandi og nokkur ykkar hér. Eg kom aðeins til
þess að finna Bess Hallaker, sem er vinnustúlka hér, og leggja
blessun mína yfir, að hún hefir heitið eiginorði John Fuller,
sem er þjónn hinna heiðruðu húsráðenda hér, en eg er móður-
bróðir stúlkunnar, en faðir hennar látinn, og móðir hennar
— afsakið — langt gengin — á von á því áttunda. Eg er kerta-
steypari og hefi búið í Hastings, en nú eru allar búðir lokaðar,
og öllum klukkum hringt til þess að boða sigur þann, sem unn-
izt hefir, og því datt mér í hug, að labba upp í sveit og heim-
sækja systurdóttur mína, með heimspekingshattinn minn og