Rökkur - 01.06.1952, Side 248
296
RÖKKUR
að, — eg gugna þá kannske á að leyfa þetta undir mínu hús-
þaki,“ sagði eiginmaður hennar.
Sannleikurinn var sá, að í hjarta sínu kenndi hann nokkurs
beygs við spár spákarlsins — en í aðra röndina hreifst hann
með, er hann varð var eftirvæntingarinnar hjá öðrum, sem nær-
staddir voru. Oft hafði hann langað til þess að láta spá fyrir
sér, en sennilega var það beygurinn við spána frekar en af-
leiðingar lögbrotsins, sem. gerði það að verkum, að ekketr hafði
orðið úr þessu.
„Jæja, jæja, þetta er græskulaust gaman,“ sagði hann og
andvarpaði dálítið.
„Við leyfum það heimamönnum til dægrastyttingar,“ sagði
Elisabet Alard.
En hún kenndi einnig beygs nokkurs. Ef spákarlinn gæti nú
lesið í hug hennar — um tilfinningar hennar í garð Kit Oxen-
brigge .... hún horfði á Kit, er hann bar logandi kyndil að
arninum, en yfir honum hékk skjaldarmerki Alard-ættarinn-
ar, fagurlega út skorið og málað. Við bjarmann af kyndlinum
sá hún, að svipur augna hans bar vitni sama beygs og hún
sjálf kenndi.
Þá kvað allt í einu við hressilegur, glaðlegur hlátur. Það
var stúlka, sem hló — eins og glaðlegur piltur, sem hottar á
plóghesta sína. Hún var ekkert smeyk þessi stúlka. Hún ein
í öllum þessum hóp var ósmeyk.
En Katrín hló, þegar spákarlinn var búinn að setja á sig
sykurtoppslagaða stjörnuhattinn svarta, og hann var enn
skringilegri, en henni hafði áður virzt hann vera. En karlin-
um stóð á sama þótt Katrín hlægi, því að hún hafði gerzt liðs-
maður hans og talaði máli hans. Hann ætlaði sér að spá vel
fyrir henni. Og raunar ætlaði hann að spá vel fyrir þeim öllum.
Hann var hyggnari en svo að vera að segja mönnum, að þeir
mættu búast við óláni út af ástamálum, veikindum eða dauða.
„Lávarðar og lafðir og annað herrastéttarfólk, og allir góðir
menn aðrir, hlýðið á orð stjörnuspámannsins, lærisveins hins
mikla stjörnuspekings Polomackeroeplacidus hins svissneska,
doktors í heimspeki, stjörnufræði, efnafræði og dyggðum —“
„Hver er þessi náungi?“ spurði Alard. „Ertu að tala um dokt-
orinn eða sjálfan þig?“
„Engan, herra minn, engan — þetta er út í bláinn — eg er
bara vanur að byrja svona.“