Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 250
298
RÖKKUR
Eg heyri belgi blásna í smiðjum, eg heyri hamarshögg, eg sé
fallbyssur steyptar og fallbyssukúlur. Styrjaldir munu geisa
og Alard-ættin mun enn auðgast, alls staðar sé eg auð, vel-
megun, ástir, trúrækni — og allir munu leng^ lifa.“
Hann þagnaði, enda móður orðinn.
„Fyrirtak,“ kallaði Alard. „Þú inntir þetta afbragðs vel af
hendi — skildir engan eftir — gleymdir engu.“
„Hvað var það, sem þú sagðir um bróður minn Símon?“ spurði
Katrín. „Eg skildi ekki hvað þú varst að fara.“
„Eg talaði aðeins um þá, sem viðstaddir eru.“
„Nei, þú talaðir um Símon, að hann myndi fara í einskonar
krossferð gegn hinni sönnu trú — eg hefi aldrei heyrt slíka
endileysu.“
„Eg minnist þess ekki, að hafa rætt um hann. Eg tala aldrei
um þá, sem fjarverandi eru.“
„Þú gerðir það.“
Hann hristi höfuðið, vandræðalegur á svip.
„Hann var farinn að rugla,“ sagði Elisabet, sem hafði glaðst
yfir að heyra spána um, að Katrín myndi giftast, en helzt hefði
hún kosið, að liturinn á hári brúðguma hennar hefði verið
annar.
„Það var rugl eitt,“ sagði Alard, „en að öðru leyti var þetta
fyrirtak og hann skal fá skilding og sterkan mjöð.“
„Eg þakka, lávarður minn, og það get eg sagt með sanni, að
aldrei hefir mér auðnazt að spá eins glæsilega og í kvöld. Aldrei
— alla mína heimspekings tíð —“
„Heimspekings, ha? Eg hélt, að þetta væri leikur einn?“
Gamli maðurinn minntist þess nú, að hann stóð á hálu svelli,
og var nú auðmýktin sjálf, en hann hafði miklazt eigi lítið með
sjálfum sér, eftir því sem á leið „lesturinn“, og máti og sjá á
svip hans eftir á, að honum þótti lofið gott.
„Vissulega er þetta aðeins skemmtan ein, lávarður minn —
skemmtan fyrir hina göfugu aðalsstétt og alþýðu manna.“
„Gott og vel — og farðu nú, — þú ert fyrsta flokks skrumari,
en hefir skemmt okkur ágætlega.“
Litli „stjörnufræðingurinn“ hneigði sig, aftur og aftur, og
var mikið hlegið, er hann gekk aftur á bak út með bukti og
beygingum. Allir ánægðir — enda hafði hann spáð vel fyrir
* öllum.
Þjónar og þernur fóru masandi og hlæjandi til eldhúss og
skiptust á glensyrðum út af því, sem spáð hafði verið fyrir