Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 252
300
R O K K U R
„Hann sagði að Símon mundi söðla hest sinn og heyja bar-
áttu gegn hinni sönnu trú.“
„Það mundi hann aldrei gera nú, — þar sem hann hefir
sjálfur valið sér að vinna fyrir hana.“
„Eiginmaður minn, þú gleymir, að nú er það mótmælenda-
trúin, sem er hin sanna trú.“
„Æ, já, það er svo, eg var búinn að gleyma því — vesalings
Simon, já, hann mun heyja baráttu gegn henni.“
„Og eg átti að ríða til móts við hann — kannske það sé líka
satt? En eg veit ekki hvað hann átti við með krossferð — og
að við mvndum hittast undir krossinum.“
„Hann var kannske að tala um einhvern annan Simon. Menn
af Alard-ættinni hafa oft borið það nafn.“
„Fara sögur af nokkrum Alard, sem fór í krossferðir?“
„Þú mátt fyrirverða þig fyrir fáfræðina, telpa. Hefirðu ekki
veitt athygli skjaldarmerki Kits Oxenbrigge, sem hann tók í
arf frá krossferðarriddaranum Simoni Alard. Dóttir Simonar
þessa giftist Oxenbrigge og tók Alard-skjaldarmerki, þar sem
Simon Alard átti engan son.“
„Simon okkar mu nengan son eignast.“
„Þú þarft ekki að segja mér það, svo sannarlega ætti eg að
vita það — og að allt, sem eg geri er í rauninni þar af leiðandi
gert fyrir Tom frænda þinn — nýja húsið mitt með svölunum,
er það ekki í rauninni reist fyrir hann, óræktarlöndin, sem
verið er að plægja — fyrir hann — og hver mun hljóta gróðann
af járnbræðslunni — fyrir hvern verða belgirnir blásnir,
fyrir Tom og hans syni, en ekki Simon og sonarsyni mína.
Þetta eru hörð örlög, og eg hugga mig við það, að eg er maður
hraustur og lífsglaður og verð sennilega áttræður, eins og fað-
ir minn.“
„Hafi skrumarinn þinn spáð rétt,“ Sagði Robert Douce mjúk-
um rómi, og kenndi háðs í röddinni, „munt þú eignast mörg
barnabörn."
„Já, hann spáði Kötu eiginmanni, en hún verður að breyta
um stefnu, ef hún á að gera sér von um að giftast.“
„Láttu kyrrt liggja, faðir minn,“ svaraði Katrín.
„Þú hefir ekki enn sagt okkur hvernig þér líkaði spádóm-
urinn sem þú fékkst.“
„Eg læt ekkert uppskátt um það. Eg er þreytt og ætla í
háttinn.“
„Þú þeysir fram og aftur um héraðið frá morgni til kvölds.