Rökkur - 01.06.1952, Page 253
ROKKUR
301
Það er engin furða þótt þú sért þreytt. Geturðu ekki setið í við-
hafnarsal stundarkorn eins og aðalsmær sæmir? Þarna er
gígjan. Leiktu eitt lag fyrir okkur.“
Katrín hristi höfuðið.
„Nei, eg er þreytt, og ekki í skapi til að leika. Góða nótt,
foreldrar mínir. Góða nótt, herra Douce. Góða nótt, Kit.“
„Af hverju varð allt í einu svona þungt yfir henni?“ spurði
móðir hennar.
„Hún er að hugsa um Simon. Henni þykir svo vænt um
hann.“
„Aðskilnaður er tvíburum alltaf erfiður,“ sagði Ro'oert Douce.
„Þeir þurfa að vera í návist hvor annars, anda að sér sama
lofti, gleðjast og hryggjast saman. Eg skil þetta vel, síðan er
leiðir mínar og tvíburabróður míns skildu í Beauface — og enn
í dag veit eg ekki hvort hann er lífs eða liðinn.“
„Var hann fylgjandi Hugenotta?“ spurði lafði Elisabet.
„Svo var.“
„Það eru ekki eingöngu pápistar, sem verða að gjalda trúar
sinnar. Það hefi eg oft sagt Kötu.“
„Já, sérhver maður sem er einlægur í trú sinni. verður að
gjalda þess. Svona er það. Einhvern tíma koma þeir tímar,
að þetta verður öðruvísi, en við lifum það ekki.“
„En þegar þeir tímar koma,“ sagði Alard, „er það kannske
vegna þess, að hjörtu mannanna hefir kalið og trúin hefir ekk-
ert gildi fyrir þá — ekki svo mikið að minnsta kosti, að þeir
vilji neitt í sölurnar leggja fyrir trú sína. Eg er maður sann-
gjarn, og mér þætti eðlilegast að papistar mættu iðka sína trú
í friði meðan þeir aðhafást ekkert gegn drottningunni. Eg hefi
sagt Kötu, að ef hún geri það stefni eg henni fyrir rétt. En
hún er góð stúlka og hlýðin — og hefir andstyggð á drottin-
svikum. Það, sem eg vildi segja er þetta, að hver maður ætti
að vera frjáls að því að tigna og tilbiðja guð sinn á þann hátt,
sem þeir vilja, án drottinsvika í huga. Er þetta vegna þess, að
eg er góður maður og trúrækinn, sem ann meðbræðrum mín-
um svo mjög, að hann vill ekki að þeir búi við þjáningar?
Nei, það er vegna þess að mér virðist ein trúarbrögð jafngóð
öðrum og ekki ástæða til þess að vera að karpa eða berjast
um þau. Fái eg að vera í friði í húsi mínu og á landareign minni,
þar sem eg get farið um að vild með fálka mína — þá, svo
sannarlega er eg sæll — og læt aðra menn í friði.“
Þetta var nú lestur í lengra lagi,“ sagði lafði Elisabet, „og