Rökkur - 01.06.1952, Page 254
302
RÖKKUR
eg hafði ætlað mér að verja kvöldinu á annan hátt. Nóg hefir
rætt verið. Mig langar til að heyra hljóðfæraslátt."
„Eg skal leika fyrir þig,“ sagði Oxenbrugge.
„Já, Kit. Taktu gígjuna og leiktu fyrir lafði mína, meðan eg
ræði járnbræðsluáformin við Robert Douce.“
Þjónarnir höfðu borið af borðum og Alard lét setja fjóra
kertastjaka á borðið og milli þeirra breiddi hann uppdrátt
mikinn.
Oxenbrigge þurfti ekki á ljósum að halda til þess að leika og
syngja. Hann settist úti í horni með gígjuna, skammt frá glugg-
anum, þar sem lafði Elisabeth hafði sezt við rokk sinn, en án
þess að hreyfa við honum.
8.
„Hvað á eg að leika?“
„Lavolta (gamalt danslag)".
Hann greip strengina löngum, sterkum fingrum, og lék
fjörugt danslag. Þau gátu verið örugg um, að þeir tveir, sem
grúfðu sig yfir uppdáttinn, myndu ekki heyra til þeirra.
„Jæja,“ sagði hún, „ertu ánægður með brúði þína?“
„Hvað brúði?“
„Þá, sem spámaðurinn gaf þér — Kötu.“
„Jæja, eg man ekki betur en að hún segði, að hún mætti eiga
von á auðugum biðli.“
„Hann verður það, er hann hefir gengið að eiga Kötu.“
„En eg skildi það alveg greinilega, að hann ætti að koma
til hennar sem auðugur maður. Spámaðurinn ræddi um tvær
auðugar og fornar ættir.“
„Oxenbrigge-ættin er ekki snauð.“
„Við erum betlarar í samanburði við Alard.“
„Svo að hér er tækifæri til þess að verða auðugur.“
Hann lyfti höfði og horfði djarflega á hana, rannsakandi
augum.
„Af hverju ertu að blekkja mig? Eg hefi sagt þér margsinn-
is, að eg vil ekki ganga að eiga Kötu.“
Lagið fekk snöggan endi. Og seinustu tvö orðin bárust til
Alards:
„Já, það er rétt. Giftast Kötu. Svo að þú ert að reyna að
beina honum á brautina til hennar.“
„En orð mín hafa engin áhrif.“