Rökkur - 01.06.1952, Síða 255
RÖKKUR
303
„Eg hefi hafnað þessum heiðri fyr.“
„Víst hefirðu það. Enginn vill ganga að eiga vesalings Kötu.
Herra Douce, eg á dóttur, sem enginn vill fyrir konu, þótt
hundrað pokar gulls fylgi í heimanmund. Hún getur ekki feng-
ið Conster, því að þar koma karlar aðeins til greina sem erf-
ingjar, en sjóðir mínir fylgja ekki lendunum og þá getur hún
fengið — alla með tölu.“
„Hún giftist vafalaust bráðlega.“
„Eg vildi, að eg gæti trúað því, en við höfum reynt allt —
og það hefir engan árangur borið. Af hverju viltu hana ekki,
Kit?“
Kit hló og fór að leika annað lag.
„Af hverju viltu hana ekki?“ hvíslaði lafði Elisabet.
„Þú veizt hvers vegna eg vil hana ekki.“
„Hún er ekki svo villt, að eiginmaður hennar gæti ekki
tamið hana. Hún er orðin að villiketti, af _því að hún hefir
beðið eiginmanns svo lengi. Og að því er trúarbrögð snertir
er eg viss um, að eftir einnar nætur ástaratlot gætirðu fengið
hana til að taka nýju trúna.“
..... einnar nætur ástaratlot.“
En Robert Douce sagði eitthvað hátt við Alard í þessum
svifum og í þetta skipti vaknaði þakklátssemi í huga Elisa-
betar til þessa dökka manns, sem alltaf var með hæðnissvip.
Hún hafði bitið á vör sér, því að hún hafði orðið smeyk —
og svo furðaði hún sig á því, að hafa kennt beygs. Hún hafði
bara verið að tala um Kötu.
Oxenbrugge fór að leika dapurt lag frá Tye.
„Kit,“ hélt hún áfram og reyndi að stríða honum. „Þú veizt,
að ef þú vektir ástir í brjósti Katrínar, mundi hún láta að ósk-
um þínum í hvívetna.“
„Eg mun ekki reyna að vekja ástir í brjósti hennar.“
„En þú ert maður af góðri ætt. Hví viltu ekki kvongast. Af
hverju geturðu ekki orðið ástfanginn?“
„Það er vegna þess, að eg er ástfanginn, sem eg get ekki
kvongast.“
„Kit ....“
Silkibönd gígjunnar voru sem slútandi grein fram yfir hand-
legg hans, og hún læddi hönd sinni þar undir, og hún greip
þéttingsfast um handlegg hans, en henni leið eins og hún væri
að loga upp. Andartak var eins og hljóðfæraslátturinn ætlaði
að þagna, en svo fór Kit allt í einu að leika annað lag, og nú