Rökkur - 01.06.1952, Blaðsíða 256
304
RÖKKUR
komu hærri, glaðlegri tónar úr gígjunni, hver strengur titraði,
og ómarnir bergmáluðu sem deyjandi þrumuhljóð í botni
hennar.
9.
Katrín heyrði hljóðfærsláttinn upp á herbergi sitt, þótt það
væri ekki beint yfir, þar sem leikið var, en þó nærri, og vissu
gluggar herbergis hennar að Tillingham-ánni, og þar fyrir
handan var hæð, sem nú var umvafin næturskuggum, en fyrir
ofan var stjörnubjartur himinn. Ef hún hallaði sér út um
gluggann gat hún séð straumvötnin í austurhluta dalsins og
leirurnar milli Pesenmarsh og Odimer, sem voru undir sjó um
flóð. En í kvöld langaði hana ekkert til þess að halla sér út
um gluggann og horfa þangað. Hún sat fyrir innan glugagnn
og horfði á stjörnurnar.
Hún hafði sagt Nan Jordan, þernu sinni, að fara, því að
hún vildi vera ein, og eins vegna þess, að henni hafði aldrei
verið geðfelt, að njóta aðstoðar til þess að klæða sig og af-
klæða. Það gat hún gert sjálf og sett upp hár sitt, ekki svo að
móður hennar líkaði, en eins og henni sjálfri féll bezt. í kvöld
losaði hún um hlýrana á kjól sínum og lét hann falla niður,
og naut þess að láta kvöldsvalann leika um sig. Ekkert gler
var í glugganum og þess vegna naut hún betur en ella töfra
næturinnar. Oft og mörgum sinnum hafði henni verið spáð
því, að hún myndi deyja ung, en hér var hún enn á lífi, heil
heilsu og í fullu fjöri, en ógefin.
Dreymandi bros hennar tók breytingum og svipur hennar
mildaðist. Ógefin — ógefin — þær, sem gefnar voru, kunnu
að giftast....Hún vissi hve heimskulegt það var, að trúa á
spádóma og trú hennar bannaði slíkt, en það var gaman að
því að láta spá fyrir sér, þegar vel var spáð. Hár brúðguma
hennar átti að vera svart sem íbenholt......Oft hafði hana
langað til að leggja hönd sína á höfuð Kit Oxenbrigge og
strjúka hið hrafnsvarta hár hans — þótt hann væri mótmæl-
endatrúar, en hún mundi snúa honum..........En hann vildi
hana ekki, og það sveið henni. Það var ekki af trúarlegum
ástæðum sem hann vildi ekki við henni líta. Hann hafði verið
beðinn um að taka hana fyrir konu, en hann neitaði. Henni
hafði verið sagt þetta og vissi því mæta vel hvernig í öllu lá.
Enginn vildi hana af því að hún var papisti, og ofríki hennar