Rökkur - 01.06.1952, Side 257
RÖKKUR
305
svo mikið, að fæstir þoldu það .... og nú var hún að komast
á örvæntingaraldurinn, eins og það var kallað, og orðum spá-
karla mátti ekki trúa, því þá braut hún í bág við trú sína.
Hún stundi þungan, studdi olnbogunum á gluggakistuna, og
horfði út og upp í heiðstirndan himingeiminn. Og það var þá,
sem fingur Kits fóru að leika um strengi gígjunnar, og hann
sendi tónana upp til hennar án þess að vita það, og án þess að
vita hvort henni líkaði betur eða verr. Þarna niðri var leikið
glaðlega, en þeir hljómuðu öðru vísi, er nóttin hafði andað á
þá, umfaðmað þá, og borið þá til hennar, og það var raunalegt,
angurvært lag, sem endurómaði í hugarhofi hennar, um skugga-
leg, andvarpandi tré, um draugslega dimman skóg, glitrandi
bönd árinnar og blikandi stjörnur í fjarska.
í kristalhreinleik sínum hvelfdist himininn yfir jörðina og
yfir hana, og úr þessum kristalsblikandi geimi bárust ómar,
sem í samstillingu sinni og ljúfleika urðu sem hægur kliður,
og er þögnin tók við af deyjandi slagnum, var hann fegurstur.
Henni fannst þetta sem söngur stjarnanna, sem hefði náð til
hennar, borizt til hennar frá fjarlægum ljósheimum, en við og
við skaut upp þeirri hugsun, að það væru fingur Kits Oxen-
brigge sem snertu við strengjunum, og hún sá höfuð hans slúta
dálítið niður. Og henni flaug í hug, að strjúka hár hans — en
þessar hugsanir áttu ekkert skylt við söng stjarnanna, og brátt
reikaði hugur hennar á brautum jarðar.
Hvers vegna varð hlutskipti hennar að vera annað en flestra
annara kvenna, sem hún þekkti, og giftust og eignuðust börn?
Þótt hún væri „ótemja“, eins og stundum var sagt, og hagaði
sér í flestu „eins og strákur", langaði hana til þess að giftast.
I fyrsta lagi var hún barn sinna tíma, þeirra tíma, er því fór
fjarri, að ógiftar konur voru í heiðri hafðar, jafnvel fyrirlitnar,
og henni leið stundum sem væri hún í hópi útskúfaðra, en í
öðru lagi þráði hún ást og að verða aðnjótandi þess líkamlega
og sálarlega þroska, að ala barn. Nú þegar — aðeins tuttugu
og átta ára — stálhraust sem ungur kappi — fannst henni
hún vera að komast á hrörnunarstig, einkum er hún leit aug-
um ungar konur, kannske innan við tvítugt, er nutu þess að
hafa börn sín á brjósti, og það var eins og kreppti að hjart-
anu, er hún sá ungar konur horfa á börn sín í leik eða leika
sér með þeim. Tvívegis höfðu menn, er hún vissi lítil deili á,
biðlað til hennar, en það var fyrir mörgum árum, en þrá henn-
ar til að njóta lífsins var ekki orðin eins sterk og síðar varð.
20