Rökkur - 01.06.1952, Qupperneq 258
306
ROKKUR
Svo hafði hún hafnað bónorði manns, af því að hann var mót-
mælandatrúar, og nú mundi enginn mótmælendatrúarmaður
vilja við henni líta. Hin seinustu ár hafði enginn lagt leið
sína til hennar, þrátt fyrir auðinn, sem í boði var. Og hún vissi,
að Oxenbrigge var „seinasta von“ foreldra hennar.
„Ó, guð minn,“ bað hún, „stöðvaðu hönd hans, svo að þessir
hljómar þagni.“
En þeir þögnuðu ekki strax, heldur skömmu síðar. Og í kyrrð
næturinnar varð breyting á. Við áhrif þagnar og kyrrðar var
sem græðandi smyrsl hefðu verið borin á hverja und. Slíkt var
hið undursamlega balsam næturinnar. Hjarta hennar fann það
í angan daggarinnar og henni var það svipuð nautn og ástvin-
um er nautn að þeirri angan, sem þeir finna í návist hvors
annars. Dimm var nóttin kringum Conster, er hún umvafði
hin háu skógartré, en í ám dalsins var vatnsmagn þverrandi
og þær næstum hurfu sjónum skýldrar huliðshandar nætur-
innar, — aðeins er hún lyfti augum var bjart. Hún sá stjörnur
blika yfir Starvencrow-hæð, eins og hún var nefnd, og í henni
þekkti hún hverja rák, hverja línu, eins vel og síns eigin lík-
ama.....Mörgum sinnum höfðu þau setið þarna við gluggann
hún og Simon, og horft á blikandi stjörnur himinsins, þau
nefndu þær með nafni, reyndu að telja þær. Er hún minntist
Simonar kom jafnan yfir hana þrá til að biðjast fyrir. Þá bað
hún ekki um, að hljómar mættu þagna, henni til hugarléttis.
Þá talaði hún rödd hennar við guð, eins og Hann væri henni
nálægur: ,,Ó, guð minn, verndari minn, þitt ríki er orðið himin-
hvelfing sálar minnar — himinhvelfing . ... “
Þegar allt kom til alls, — ef það átti fyrir henni að liggja
að verða útskúfuð, fyrirlitin í sínu eigin landi, þá varð hlut-
skipti hennar hið sama og bróður hennar. Simon hlaut ávallt
að vera sem hundeltur flóttamaður, ókunnur öllum í sínu eigin
föðurlandi, og hvers virði var það þá henni, að eiga föðurland.
Hún og Simon voru hin týndu börn Alard-ættarinnar — sem
höfðu villzt í skóginum, og það eina sem máli skipti fyrir þau,
var að þau áttu trú, sem var þeim eins helg og lífið sjálft, og yfir
höfðum þeirra var stjörnubjartur himininn — himinhvelfing,
þar sem ljós leiftruðu frá eilífðarinnar mikla ríki. í nálægð
Simonar kenndi hún aldrei ótta. í skóginum var hann litli
bróðir, sem talaði í hana kjark, eins og telpuna í ævintýrinu
— og enginn illur og svartur mótmælandi gat gert henni mein,
hrifsað hana úr furðuskóginum eða meinað henni að njóta dá-