Rökkur - 01.06.1952, Síða 259
RÖKKUR
307
semdar himinhvelfingarinnar. Miklu betra var að ganga þá
stigu með Simoni, þótt þau vissu ekki, hvert spor þeirra lægju,
og þar sem þau gátu litið stjörnurnar eins og augu stöðugra
og trygglyndra vina. Og kannske myndi henni einhverntíma
auðnast að heyra söng stjarnanna í stað þess að vera jarðbundin
og heyra aðeins óma gígjunnar.
Enn minntist hún orða gamla mannsins um, að hún mundi
ríða til móts við bróður sinn, sem fór í einskonar krossferð
gegn hinni sönnu trú. Furðuleg voru þessi orð, en auðvitað
mundi hún ríða á móti honum, ef hún vissi hvenær hann
mundi koma.
„Þau munu hittast undir krossinum,“ — það gat ekki stað-
izt, því að krossinn hafði verið rifinn niður. Það voru engir
krossar uppistandandi í öllu landinu — þeir höfðu allir verið
rifnir niður, — malaðir mjölinu smærra. — Karlinn hlaut að
vera ruglaður — og kannske var þetta allt hjátrú og hindur-
vitni.
10.
Þegar hún vaknaði næsta morgun glóði sólin á Starvencrow-
hæð. Það var eins og lögð hefði verið á hana gullin kóróna,
og yfir henni var bláhiminn hins norðlæga lands. Og enn var
hann þeirrar áttar, sem hrakti skip Filips norður á bóginn.
Og Katrín reyndi þennan morgun sem svo oft fyrrum og ávallt
með glöðum hug, að meðan hún hvíldi í örmum svefnsins,
höfðu allar daprar hugsanir lagt á flótta.
Hún stökk út úr rúminu og smeygði sér í gömlu fötin, sem
hún móðir hennar hafði megnustu óbeit á, af því að þau voru
ekki gerð samkvæmt hinni nýju tízku, en Katrín kunni því vel,
að vera klædd fremur stuttu, víðu pilsi, sem ekki flæktist fyrir
henni, er hún reið klofvega.
Móðir hennar var ekki komin á fætur og er hún loks risi
úr rekkju mundi hún vera klukkustund að klæða sig. En faðir
hennar var kominn á fætur og var þegar farinn til hunda sinna
og hauka, en Katrín vildi forðast að hitta hann, því að hún
ætlaði til Fuggesbroke, og hún vissi, að honum mundi ekki um
að hún færi þangað. Aðstaða hennar, þar sem hún aðhylltist
ekki hina nýju trú og var dóttir áhrifa og valdamanns, var nógu
erfið, þótt hún opinskátt heimsækti ekki þá, sem andvígir voru
trúnni, og fór hún því með eins mikilli leynd og auðið var.
20*